Haraldur segir frá þessu, jú á Twitter. Þar segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir í kjölfar þess að Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sagði upp þúsundum starfsmanna. Talið er að rúmlega helmingur starfsmanna samfélagsmiðilsins hafi verið látinn taka pokann sinn.
„Margir hafa spurt mig. Mér var ekki sagt upp á föstudaginn. Ég hef svo sem lítið annað að segja um fram það að þið ættuð að gera ykkur greiða og endurráða gamla teymið mitt,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum til Musk og félaga.
A lot of people are asking:
— Halli (@iamharaldur) November 8, 2022
I was not laid off on Friday.
I don't have much to say beyond that except do yourselves a favor and hire my old team.
Vafalítið hafa margir spurt sig um framtíð Haraldar hjá Twitter í ljósi þess að hann hefur verið gagnrýninn á Musk í tengslum við yfirvofandi kaup Musk á Twitter, sem varð loks að veruleika í síðustu viku.
„Farðu bara í meðferð kappi,“ skrifaði Haraldur meðal annars í apríl síðastliðnum þegar Musk hafði látið valin orð falla í tengslum við möguleg kaup á fyrirtækinu.
Just go to therapy dude.
— Halli (@iamharaldur) April 14, 2022
Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í síðustu viku. Hann sagði á föstudag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi:
„Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“
Fjöldamestu uppsagnirnar voru samkvæmt Verge á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins Musk sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað.
Ný áskriftarleið, tekjulind fyrir Twitter, hefur verið kynnt til leiks. Notendur geta greitt átta Bandaríkjadali fyrir að fá bláa staðfestingarmerkið á reikning sinn. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er.
„Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ sagði Musk á Twitter.