Rúnar óvænt tekinn við Leipzig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2022 15:36 Rúnar Sigtryggsson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Haukum. Vísir/Vilhelm Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er hættur hjá Haukum og tekinn við þýska liðinu Leipzig. „Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili. Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira