„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2022 21:00 Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Getty Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“ Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15