Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2022 13:51 Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, tók við embætti lögmanns Færeyja árið 2019. EPA Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019. Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019.
Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49