Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2022 13:51 Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, tók við embætti lögmanns Færeyja árið 2019. EPA Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019. Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019.
Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49