Hannes: Pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu og bara örfáir miðar eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2022 15:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ánægður með nýja samninginn hjá landsliðsþjálfaranum. S2 Sport Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tilkynnti í dag um nýjan samning við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen sem mun þjálfa liðið út undankeppni Eurobasket 2025. Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Pedersen hefur þjálfað íslenska liðið frá 2014 og fór með landsliðið tvisvar á Eurobasket en núna eiga íslensku strákarnir möguleika á því að fara á HM í fyrsta sinn. „Við erum mjög ánægð með hann. Hann er búinn að vera með okkur hátt í tíu ár og við fórum yfir stöðuna. Afreksnefnd fór vel yfir málið og svo stjórn. Það tók ekki langan tíma að ganga frá málum við Craig,“ sagði Hannes S. Jónsson eftir að kynnti nýja samninginn í dag. Búinn að gera góða hlutifyrir íslenskan körfubolta „Hann er búinn að gera góða hluti fyrir strákana okkar og fyrir íslenskan körfubolta. Það hefur verið mikill stígandi í öllu hjá okkur á undanförnum árum. Þar af leiðandi var þetta bara niðurstaðan og við teljum að það sé mjög gott að hafa Craig og hans þjálfarateymi með okkur áfram,“ sagði Hannes. Íslenska liðið situr í HM-sæti þegar fjórir leikir eru eftir og næsti leikur er á móti Georgíu sem er í næsta sæti á eftir. „Við þurfum að halda okkur á tánum. Það er pínulítið óraunverulegt að vera í þessari stöðu að eiga möguleika á að komast á HM. Þess vegna er maður að reyna að bíta í tunguna á sér og róa sig aðeins niður. Það er ótrúlegt að vera í þeirri stöðu að eiga góða möguleika á að komast á HM og vera í hópi tólf bestu þjóða Evrópu sem komast þangað,“ sagði Hannes. Íslenska landsliðið hefur farið í gegnum stór kynslóðaskipti síðan að liðið fór á tvö Eurobasket mót í röð. Craig Pedersen hefur tekist að búa til nýtt öflugt lið. Góður í að taka nýja leikmenn inn „Hann hefur getað unnið mjög vel með þann hóp sem hann hefur verið með á undanförnum árum. Hann hefur sýnt það og sannað hversu vel hann er að taka nýja leikmenn inn og vinna með það allt,“ sagði Hannes. Gott dæmi um það er hvernig landsliðinu hefur tekist að vega upp forföll síns besta leikmanns, Martins Hermannssonar. „Við erum ofboðslega spennt fyrir næstu árum, bæði að komast hugsanlega á EM en svo langar okkur að komast á Eurobasket 2025. Það eru mjög spennandi tímar fram undan. Þetta er ekki bara karlalandsliðið því það er líka hjá kvennalandsliðinu og hjá yngri landsliðunum. Það eru mjög góðir og spennandi tímar í landsliðsstarfinu hjá körfuboltanum í dag,“ sagði Hannes. Íslenska liðið hefur unnið þrjá síðustu heimaleiki sína í Ólafssal í Hafnarfirði en spilar nú aftur í Laugardalshöllinni. Vantaði fimmtán hundruð aukasæti „Bæði gekk frábærlega en svo leið okkur ótrúlega vel í Ólafssal. Það hefði verið frábært ef við hefðum getað verið með fimmtán hundruð sæti í viðbót og þá hefðum við örugglega skoðað það að vera þar. Það er líka gott að vera í Laugardalshöll og gott að vera kominn heim,“ sagði Hannes. Það er von á góðri mætingu á föstudagskvöldi. „Hér getum við verið með tvö þúsund manns á föstudaginn og það stefnir í að það verði troðfull höll. Það eru einungis örfáir miðar eftir. Það stefnir í mikla stemmningu og við treystum á góðan stuðning úr stúkunni því það gefur strákunum mikið auka að hafa öflugan stuðning úr stúkunni. Við hlökkum bara til á föstudaginn og vonandi verða úrslitin góð,“ sagði Hannes. Búið að taka á taugarnar „Þessi leikir hafa verið allt of spennandi og þetta er búið að taka vel á taugarnar þessir leikir. Ég er orðinn mjög spenntur og ég vona að þetta verði alveg svona mikil spenna. Sigur er það sem okkur langar ofboðslega mikið í,“ sagði Hannes en það má sjá viðtalið við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Hannes um nýjan samning hjá Craig
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira