Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 15:36 Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot á sínum tíma. Ákæru á hendur honum og Tryggva Jónssyni var vísað frá að hluta í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins. Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars. Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars.
Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira