Vildi óska þess að einhver hefði sagt henni að láta frysta eggin sín Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 12:50 Leikkonan Jennifer Aniston opnar sig um ófrjósemi í viðtali við tímaritið Allure. Getty/Axelle „Þetta var virkilega erfitt,“ segir hin ástsæla leikkona Jennifer Aniston, sem greinir frá því í forsíðuviðtali við tímaritið Allure að hún hafi glímt við ófrjósemi. Er það í fyrsta sinn sem Aniston opnar sig um þessa erfiðleika. „Ég var að reyna verða ófrísk. Þetta var ferli sem tók virkilega mikið á, tækifrjóvgunarferlið,“ segir Aniston í desember tölublaði tímaritsins. Jennifer var gift leikaranum Brad Pitt frá árinu 2000 til ársins 2005. Í kjölfar skilnaðarins fóru af stað sögur um það að Pitt hafi bundið enda á hjónabandið vegna þess að Aniston hafi ekki viljað eignast börn. Aniston segir þær sögusagnir hafa sært hana djúpt. „Ég gaf allt sem ég átti í þetta“ „Þetta var hrein lygi. Þessar sögur um að ég væri svona sjálfhverf og ferillinn væri það eina sem skipti mig máli. Að ástæðan fyrir því að eiginmaðurinn minn fór frá mér hafi verið vegna þess að ég vildi ekki gefa honum börn.“ Hún bætir því þó við að konur hafi fullan rétt á því að velja starfsframa fram yfir barneignir. Það hafi þó ekki verið raunin í hennar tilfelli. „Ég var í miðju tæknifrjóvgunarferli, drakk kínversk te og bara nefndu það. Ég gaf allt sem ég átti í þetta. Ég gæfi hvað sem er fyrir það að einhver hefði bara sagt mér að frysta eggin mín. Mér bara datt það ekki í hug. Svo hér er ég í dag og þetta er liðin tíð.“ View this post on Instagram A post shared by Allure Magazine (@allure) Var nóg boðið Jennifer byrjaði með leikaranum Justin Theroux árið 2011 og voru þau saman í um sjö ár. Á meðan á sambandi þeirra stóð birtust ítrekaðar fyrirsagnir í fjölmiðlum þess efnis að Aniston væri ófrísk. Árið 2016 var henni nóg boðið og birti hún pistil í dagblaðinu Huffington Post. Sjá: Aniston sögð barnshafandi „Ég er ekki ófrísk og ég er gjörsamlega komin með nóg,“ skrifaði Aniston. „Ég er orðin svo þreytt á þessum sögum. Já, kannski verð ég móðir einn daginn. Ef það gerist þá verð ég fyrst til þess að greina frá því. En ef ég kýs að verða móðir, þá er það ekki vegna þess að mér finnst ég ófullkomnuð án þess,“ skrifaði hún árið 2016. „Ekki lengur spurning um hvort ég geti eignast börn“ Í dag er Aniston 53 ára gömul og barnlaus. Hún segist sátt við þann stað sem hún er á í dag og segir hún sextugsaldurinn vera að fara einstaklega vel með sig. „Í rauninni finn ég fyrir létti, því nú er þetta ekki lengur spurning um hvort ég geti eignast börn. Ég þarf ekki að velta mér upp úr því lengur. En ef ég hefði ekki gengið í gegnum þetta, þá hefði ég aldrei orðið sú sem ég er. Þannig ég er orðin þakklát fyrir allan þann skít sem ég hef gengið í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Allure Magazine (@allure) Börn og uppeldi Frjósemi Hollywood Tengdar fréttir Verður ekki að eignast barn Jennifer Aniston hefur enn og aftur tjáð sig um viðhorf sitt til barna. Hin 43 ára leikkonan er barnlaus og hin svokallaða líffræðilega klukka hennar því farin að tifa allsvakalega. 16. febrúar 2012 11:00 Brad Pitt og Jennifer Aniston sameina krafta sína Leikararnir Brad Pitt og Jennifer Aniston eru á meðal Hollywood leikara sem taka þátt í upplestri á handriti kvikmyndarinnar Fast Times at Ridgemont High. Upplesturinn fer fram á netinu og verður sýnt frá viðburðinum á Facebook. 19. ágúst 2020 13:00 Jennifer Aniston segist aldrei hafa geta hrist Rachel af sér Leikkonan Jennifer Aniston en án efa þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum vinsælu Friends. 10. júlí 2020 15:29 Jennifer Aniston og Brad Pitt bara vinir Erlendir miðlar hafa töluvert fjallað um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt og ganga sumir það langt að halda því fram að það elski hvort annað og treysta hvort öðru á ný en fimmtán ár eru liðin frá því að þau skildu. 7. janúar 2020 15:54 Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
„Ég var að reyna verða ófrísk. Þetta var ferli sem tók virkilega mikið á, tækifrjóvgunarferlið,“ segir Aniston í desember tölublaði tímaritsins. Jennifer var gift leikaranum Brad Pitt frá árinu 2000 til ársins 2005. Í kjölfar skilnaðarins fóru af stað sögur um það að Pitt hafi bundið enda á hjónabandið vegna þess að Aniston hafi ekki viljað eignast börn. Aniston segir þær sögusagnir hafa sært hana djúpt. „Ég gaf allt sem ég átti í þetta“ „Þetta var hrein lygi. Þessar sögur um að ég væri svona sjálfhverf og ferillinn væri það eina sem skipti mig máli. Að ástæðan fyrir því að eiginmaðurinn minn fór frá mér hafi verið vegna þess að ég vildi ekki gefa honum börn.“ Hún bætir því þó við að konur hafi fullan rétt á því að velja starfsframa fram yfir barneignir. Það hafi þó ekki verið raunin í hennar tilfelli. „Ég var í miðju tæknifrjóvgunarferli, drakk kínversk te og bara nefndu það. Ég gaf allt sem ég átti í þetta. Ég gæfi hvað sem er fyrir það að einhver hefði bara sagt mér að frysta eggin mín. Mér bara datt það ekki í hug. Svo hér er ég í dag og þetta er liðin tíð.“ View this post on Instagram A post shared by Allure Magazine (@allure) Var nóg boðið Jennifer byrjaði með leikaranum Justin Theroux árið 2011 og voru þau saman í um sjö ár. Á meðan á sambandi þeirra stóð birtust ítrekaðar fyrirsagnir í fjölmiðlum þess efnis að Aniston væri ófrísk. Árið 2016 var henni nóg boðið og birti hún pistil í dagblaðinu Huffington Post. Sjá: Aniston sögð barnshafandi „Ég er ekki ófrísk og ég er gjörsamlega komin með nóg,“ skrifaði Aniston. „Ég er orðin svo þreytt á þessum sögum. Já, kannski verð ég móðir einn daginn. Ef það gerist þá verð ég fyrst til þess að greina frá því. En ef ég kýs að verða móðir, þá er það ekki vegna þess að mér finnst ég ófullkomnuð án þess,“ skrifaði hún árið 2016. „Ekki lengur spurning um hvort ég geti eignast börn“ Í dag er Aniston 53 ára gömul og barnlaus. Hún segist sátt við þann stað sem hún er á í dag og segir hún sextugsaldurinn vera að fara einstaklega vel með sig. „Í rauninni finn ég fyrir létti, því nú er þetta ekki lengur spurning um hvort ég geti eignast börn. Ég þarf ekki að velta mér upp úr því lengur. En ef ég hefði ekki gengið í gegnum þetta, þá hefði ég aldrei orðið sú sem ég er. Þannig ég er orðin þakklát fyrir allan þann skít sem ég hef gengið í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Allure Magazine (@allure)
Börn og uppeldi Frjósemi Hollywood Tengdar fréttir Verður ekki að eignast barn Jennifer Aniston hefur enn og aftur tjáð sig um viðhorf sitt til barna. Hin 43 ára leikkonan er barnlaus og hin svokallaða líffræðilega klukka hennar því farin að tifa allsvakalega. 16. febrúar 2012 11:00 Brad Pitt og Jennifer Aniston sameina krafta sína Leikararnir Brad Pitt og Jennifer Aniston eru á meðal Hollywood leikara sem taka þátt í upplestri á handriti kvikmyndarinnar Fast Times at Ridgemont High. Upplesturinn fer fram á netinu og verður sýnt frá viðburðinum á Facebook. 19. ágúst 2020 13:00 Jennifer Aniston segist aldrei hafa geta hrist Rachel af sér Leikkonan Jennifer Aniston en án efa þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum vinsælu Friends. 10. júlí 2020 15:29 Jennifer Aniston og Brad Pitt bara vinir Erlendir miðlar hafa töluvert fjallað um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt og ganga sumir það langt að halda því fram að það elski hvort annað og treysta hvort öðru á ný en fimmtán ár eru liðin frá því að þau skildu. 7. janúar 2020 15:54 Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Verður ekki að eignast barn Jennifer Aniston hefur enn og aftur tjáð sig um viðhorf sitt til barna. Hin 43 ára leikkonan er barnlaus og hin svokallaða líffræðilega klukka hennar því farin að tifa allsvakalega. 16. febrúar 2012 11:00
Brad Pitt og Jennifer Aniston sameina krafta sína Leikararnir Brad Pitt og Jennifer Aniston eru á meðal Hollywood leikara sem taka þátt í upplestri á handriti kvikmyndarinnar Fast Times at Ridgemont High. Upplesturinn fer fram á netinu og verður sýnt frá viðburðinum á Facebook. 19. ágúst 2020 13:00
Jennifer Aniston segist aldrei hafa geta hrist Rachel af sér Leikkonan Jennifer Aniston en án efa þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum vinsælu Friends. 10. júlí 2020 15:29
Jennifer Aniston og Brad Pitt bara vinir Erlendir miðlar hafa töluvert fjallað um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt og ganga sumir það langt að halda því fram að það elski hvort annað og treysta hvort öðru á ný en fimmtán ár eru liðin frá því að þau skildu. 7. janúar 2020 15:54