Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:05 James Maddison, miðjumaður Leicester, fékk mjög góðar fréttir frá Gareth Southgate í dag. Getty/Charlotte Wilson Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira