„Tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 20:30 Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn. Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í körfubolta leikur einn sinn mikilvægasta leik í sögunni gegn Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins annað kvöld. Með sigri færist íslenska liðið skrefi nær lokakeppni heimsmeistsramótsins. „Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
„Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira