„Hún er að verða einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í deildinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 16:31 Eva Margrét Kristjánsdóttir er búin að vera frábær í fjarveru lykilmanna í Haukaliðinu. Vísir/Bára Eva Margrét Kristjánsdóttir hefur spilað frábærlega með Haukaliðinu í Subway deild kvenna í vetur og átti stórleik á miðvikudagskvöldið þegar Haukakonur sóttu sigur á Hlíðarenda. Eva Margrét var með 25 stig, 14 fráköst og 10 fiskaðar villur í 89-76 sigri Hauka á Val og það er óhætt að segja að Valskonur hafi ráðið lítið við hana undir körfunni en Eva nýtt 64 prósent skota sinna í leiknum og bjó líka til sjö nýjar sóknir með sóknarfráköstum. Eva Margrét fékk líka mikið hrós í Subway Körfuboltakvöldi. „Ég fá það á tilfinninguna að þeim sé alveg saman hver sé að skora. Ef þessi leikmaður er að skora þá er hún bara að fá boltann,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir um Haukaliðið. S2 Sport „Eva Margrét var stórkostleg og mér finnst hún bara verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Ólöf Helga. „Hún er fljótt að verða einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í deildinni. Hún er alltaf rosalega góð að klára í kringum körfuna og það sést bara á skotnýtingunni hennar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Þetta er búið að vera staðfast í þrjár, fjórar umferðir núna þar sem hún er alltaf með þessa tölfræði,“ sagði Hörður. „Hún er alltaf tilbúin og er líka að fá aðeins fleiri mínútur en vanalega af því að nú vantar tvær stórar í liðið. Hún hefur ekki verið að spila þrjátíu plús áður,“ sagði Ólöf Helga og er þar að tala um að Haukar spilar án Helenu Sverrisdóttur og Lovísu Henningsdóttur sem eru meiddar. „Þú ert með Lovísu og Helenu líka í þessum stöðum en á meðan að þessar tvær sitja þá er hún að stíga upp fyrir liðið. Það er hrikalega vel gert,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á umfjöllunina um Evu Margréti og Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Eva Margrét og Haukastelpurnar Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Haukar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira
Eva Margrét var með 25 stig, 14 fráköst og 10 fiskaðar villur í 89-76 sigri Hauka á Val og það er óhætt að segja að Valskonur hafi ráðið lítið við hana undir körfunni en Eva nýtt 64 prósent skota sinna í leiknum og bjó líka til sjö nýjar sóknir með sóknarfráköstum. Eva Margrét fékk líka mikið hrós í Subway Körfuboltakvöldi. „Ég fá það á tilfinninguna að þeim sé alveg saman hver sé að skora. Ef þessi leikmaður er að skora þá er hún bara að fá boltann,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir um Haukaliðið. S2 Sport „Eva Margrét var stórkostleg og mér finnst hún bara verða betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Ólöf Helga. „Hún er fljótt að verða einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í deildinni. Hún er alltaf rosalega góð að klára í kringum körfuna og það sést bara á skotnýtingunni hennar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Þetta er búið að vera staðfast í þrjár, fjórar umferðir núna þar sem hún er alltaf með þessa tölfræði,“ sagði Hörður. „Hún er alltaf tilbúin og er líka að fá aðeins fleiri mínútur en vanalega af því að nú vantar tvær stórar í liðið. Hún hefur ekki verið að spila þrjátíu plús áður,“ sagði Ólöf Helga og er þar að tala um að Haukar spilar án Helenu Sverrisdóttur og Lovísu Henningsdóttur sem eru meiddar. „Þú ert með Lovísu og Helenu líka í þessum stöðum en á meðan að þessar tvær sitja þá er hún að stíga upp fyrir liðið. Það er hrikalega vel gert,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á umfjöllunina um Evu Margréti og Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Eva Margrét og Haukastelpurnar
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Haukar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira