Fasteignafélagið Reginn er eigandi Höfðatorgs. Að sögn Helga S Gunnarssonar, forstjóra Regins, varð skammhlaup í einni af rafmagnstöflum hússins sem olli lítilli sprengingu. Það hafði þær afleiðingar að það kviknaði í rafmagnstöflunni en stutta stund tók að ráða niðurlögum eldsins. Viðgerð á rafmagnstöflunni tók á milli fimm og sex klukkutíma.
„Varaaflstöðvarnar sinntu sínu hlutverki vel og hluti hússins missti ekki straum á meðan viðgerðinni stóð,“ segir Helgi. Ásamt Reiknistofu bankanna og greiðslumiðlunarfyrirtækjunum Salt Pay og Greiðslumiðlun ehf, er Kvika banki með höfuðstöðvar sínar í Höfðatorgi og dótturfélag Kviku, Tryggingamiðstöðin. Allt fyrirtæki sem telja má kerfislega mikilvæg og þau höfðu forgang á rafmagnið sem varaaflstöðvarnar framleiddu á meðan viðgerð stóð.
Á meðal annarra fyrirtækja og stofnana sem eru með starfsemi í Turninum eru embætti Landlæknis, Samherji, Nox Medical, verkfræðistofan Verkhönnun, innheimtufyrirtækið Motus, Hamborgarafabrikkan, Fjármálaeftirlitið og Biskupsstofa.