Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2022 17:18 Úkraínskir hermenn að störfum í Kherson í vikunni. EPA/STANISLAV KOZLIUK Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan. Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira