„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 23:15 Elvar Már Friðriksson skoraði nítján í tapinu fyrir Georgíu. vísir/vilhelm Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld. „Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
„Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00
Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50
Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10