Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 11:17 Stephen Curry með góminn góða og vægast sagt öflugt bóndafar á vinstri hendi. Thearon W. Henderson/Getty Images Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Leikur Warriors og Cavaliers var einkar jafn en spútnikliðið leiddi með fjórum í hálfleik. Það var svo í fjórða leikhluta þegar meistararnir virtust vera að missa leikinn endanlega frá sér sem Stephen Curry steig upp. Hann skoraði 47 stig í síðasta leik Stríðsmannanna og var ekki langt frá því í nótt. Alls skoraði hann 40 stig og sá til þess að Golden State vann mikilvægan fimm stiga sigur, lokatölur 106-101. @StephenCurry30 was NEXT LEVEL in the @warriors win! #DubNation40 PTS (65.2% FG) | 4 REB | 5 AST | 6 3PM pic.twitter.com/7yVMUtFh4o— NBA (@NBA) November 12, 2022 Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og Jordan Poole skoraði 18. Hjá Cleveland var Donovan Mitchell stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Evan Mobley með 20 stig og 13 fráköst. Lakers var án LeBron James þegar liðið mætti Sacramento Kings í nótt. Leikar voru jafnir framan af leik en í fjórða leikhluta reyndust Kóngarnir sterkari og unnu á endanum sex stiga sigur, lokatölur 120-114. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Russell Westbrook skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. De‘Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Kóngana og gaf 12 stoðsendingar að auki. Lakers hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 12 leikjum sínum í deildinni og stefnir í enn eitt hörmungar tímabil á þeim bænum. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 131-112 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets. Nikola Jokić skoraði 29 stig í liði Nuggets. JT pulls out his bag of tricks on the fastbreak pic.twitter.com/PBeCXTsmQh— NBA TV (@NBATV) November 12, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 114 - 97 Phoenix SunsSan Antonio Spurs 111 - 93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 132 - 113 Toronto RaptorsNew York Knicks 121 - 113 Detroit PistonsMemphis Grizzlies 114 -103 Minnesota Timberwolves
Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti