Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 14:56 Bylgja mótmæla hófst í Íran í kjölfar dauða Möhsu Amini í haldi siðgæðislögreglunnar í september. Síðan þá hafa nokkrar táningsstúlkur látið lífið en yfirvöld neita því að bera ábyrgð á dauða þeirra frekar en Amini. AP/Markus Schreiber Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. Myndband sem fór í dreifingu á fimmtudag sýnir írönsku bogfimikonuna Parmida Ghasemi leyfa höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndbandið mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað. Ghasemi er ekki fyrsta íþróttakonan sem virðist mótmæla ástandinu í heimalandi sínu en í síðasta mánuði gerði klifurkonan Elnaz Rekabi slíkt hið sama. Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu án höfuðklútar. Rekabi baðst á endanum afsökunar á því að hafa borið klútinn en tilkynningu þess efnis skrifaði hún á Instagram. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að hún hefði verið þvinguð til þess að biðjast afsökunar. Mótmæli íþróttakvenna eru þau ekki þau einu sem hafa valdið usla meðal íranskra stjórnvalda en íranski þingheimurinn skilaði frá sér bréfi á dögunum þar sem dómarastéttin er hvött til þess að sýna mótmælendum meiri hörku en gert hefur verið hingað til. Greint hefur verið frá því að 227 af 290 þingmönnum Íran hafi undirritað bréfið. Ríkið hafi einnig ákært í það minnsta þúsund manns fyrir meinta þátttöku þeirra í mótmælunum í kjölfar andláts Amini. Tugir þeirra hafi verið kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Einn þeirra sem á yfir höfði sér dauðadóm vegna mótmælanna er íranski rapparinn Saman Yasin. Yasin er sagður hafa verið hávær stuðningsmaður mótmælenda og þeirra sem leggist gegn stjórnvöldum í Íran. Þessu greinir Guardian frá. Mannréttindasamtök óttast nú að írönsk stjórnvöld hleypi nú af stað blóðugum hefndaraðgerðum til þess að reyna að þagga niður í mótmælendum og binda enda á mótmælin. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Myndband sem fór í dreifingu á fimmtudag sýnir írönsku bogfimikonuna Parmida Ghasemi leyfa höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndbandið mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað. Ghasemi er ekki fyrsta íþróttakonan sem virðist mótmæla ástandinu í heimalandi sínu en í síðasta mánuði gerði klifurkonan Elnaz Rekabi slíkt hið sama. Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu án höfuðklútar. Rekabi baðst á endanum afsökunar á því að hafa borið klútinn en tilkynningu þess efnis skrifaði hún á Instagram. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að hún hefði verið þvinguð til þess að biðjast afsökunar. Mótmæli íþróttakvenna eru þau ekki þau einu sem hafa valdið usla meðal íranskra stjórnvalda en íranski þingheimurinn skilaði frá sér bréfi á dögunum þar sem dómarastéttin er hvött til þess að sýna mótmælendum meiri hörku en gert hefur verið hingað til. Greint hefur verið frá því að 227 af 290 þingmönnum Íran hafi undirritað bréfið. Ríkið hafi einnig ákært í það minnsta þúsund manns fyrir meinta þátttöku þeirra í mótmælunum í kjölfar andláts Amini. Tugir þeirra hafi verið kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Einn þeirra sem á yfir höfði sér dauðadóm vegna mótmælanna er íranski rapparinn Saman Yasin. Yasin er sagður hafa verið hávær stuðningsmaður mótmælenda og þeirra sem leggist gegn stjórnvöldum í Íran. Þessu greinir Guardian frá. Mannréttindasamtök óttast nú að írönsk stjórnvöld hleypi nú af stað blóðugum hefndaraðgerðum til þess að reyna að þagga niður í mótmælendum og binda enda á mótmælin.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54