Körfubolti

Hefndar­túr Dončić heldur á­fram | Embi­id og Tatum með yfir 40 stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óstöðvandi.
Óstöðvandi. AP Photo/Brandon Wade

Luka Dončić heldur hefndartúr sínum áfram í NBA deildinni. Eftir að vera lengi í gang á síðustu leiktíð og gagnrýndur fyrir að vera of þungur þá hefur Slóveninn verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð. Hann var með þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Portland Trail Blazers.

Portland hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni en Dallas hafði nokkuð óvænt tapað tveimur leikjum í röð, þar á meðal gegn hörmulegu liði Orlando Magic. Dončić var ekki á þeim buxunum að tapa þriðja leiknum í röð og setti upp sýningu í nótt.

Hann skoraði 42 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimm stiga sigri Dallas, lokatölur 117-112 Dallas í vil. Spencer Dinwiddie skoraði 20 stig í liði Dallas, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Hjá Portland var Jerami Grant stigahæstur með 37 stig á meðan Damian Lillard skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni þar sem Luka var í ham.

Boston Celtics vann níu stiga sigur á Detroit Pistons, 117-108. Voru Boston þarna að vinna sjötta leikinn sinn í röð. Það kemur lítið á óvart að Jayson Tatum hafi verið stigahæstur í sigurliðinu en hann skoraði 43 stig og tók 10 fráköst. Bojan Bogdanović var stigahæstur hjá Pistons með 28 stig.

Joel Embiid skoraði 42 stig og tók 10 fráköst tólf stiga sigri Philadelphia 76ers á Atlanta Hawks, lokatölur 121-109. Tyrese Maxey skoraði 26 stig fyrir 76ers og Tobas Harris 21 stig. Hjá Hawks var Trae Young stigahæstur með 27 stig og 11 stoðsendingar.

Brooklyn Nets vann annan leikinn í röð með fimmtán stiga sigri á Los Angeles Clippers, 110-95. Kevin Durant gæti svo unnið þriðja leikinn í röð þegar Nets mæta hörmulegu liði Los Angeles Lakers á morgun, aðfaranótt mánudags. 

Durant skoraði 27 stig í leiknum og Seth Curry skoraði 22 stig í liði Nets. Hjá Clippers var Paul George stigahæstur með 17 stig en Ivica Zubac skoraði 16 stig og tók 15 fráköst.

Miami Heat bauð upp á frábæra liðsframmistöðu í sautján stiga sigri á Charlotte Hornets, 132-117. Alls skoruðu fjórir leikmenn Heat 20 stig eða meira. 

Max Strus skoraði 31 stig, Bam Adebayo skoraði 24 stig og tók 15 fráköst á meðan bæði Jimmy Butler og Gabe Vincent skoruðu 20 stig hvor. Hjá Charlotte var Terry Rozier með 22 stig og Kelly Oubre Jr. með 20 stig.

Kristaps Porziņģis steig upp fyrir Washington Wizards í góðum sigri liðsins á einu heitasta liði deildarinnar, Utah Jazz. Porziņģis skoraði 31 stig og tók 10 fráköst í níu stiga sigri Wizards, 121-112. Kyle Kuzma skoraði 23 stig í liði Washington á meðan Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Utah með 18 stig.

Önnur úrslit

Indiana Pacers 118 – 104 Toronto Raptors

New Orleans Pelicans 119 – 106 Houston Rockets




Fleiri fréttir

Sjá meira


×