Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:31 Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Aston Villa sem var líklega síðasti leikur hans fyrir Manchester United. getty/Stu Forster Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira