Selenskí heimsótti Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 10:46 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, með úkraínskum hermönnum í Kherson. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá. Selenskí sakaði Rússa í gærkvöldi um ítrekuð ódæði í borginni og Kherson-héraði. Hann sagði rannsakendur hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosti 400 stríðsglæpi í Kherson. Sjá einnig: Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að Kherson sé rússnesk borg, eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu fyrr í haust. Talsmaður Pútíns vildi ekki tjá sig um heimsókn Selenskís til borgarinnar að öðru leyti en að segja að hann væri á rússnesku landsvæði. The national flag has officially been raised in de-occupied #Kherson. Video: Presidential Office pic.twitter.com/j5NFFmuavd— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 14, 2022 Fjölmargir rússneskir hermenn eru sagðir skammt frá Kherson-borg, á austurbakka Dniproár en þar eru Rússar meðal annars með mikið magn stórskotaliðsvopna. Til marks um það heyrðust sprengingar skammt frá þegar Selenskí ávarpaði fólk í borginni í morgun. Vólódímír Selenskí í Kherson.AP/Bernat Armangue Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Kherson eftir að Rússar flúðu þaðan í síðustu viku. Úkraínumenn hafa sagt einhverja rússneska hermenn hafa verið eftir á vesturbakkanum og eru Rússar einnig sagðir hafa skilið eftir sig mikið magn af jarðsprengjum og gildrum. Sjá einnig: Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Kherson-borg er gífurlega mikilvæg hafnarborg og frelsun hennar markar gífurlega mikilvægan sigur fyrir Úkraínumenn. Borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu hernumið frá því þeir hófu innrásina í febrúar. Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað rúman helming þess landsvæðis sem Rússar höfðu lagt undir sig þegar mest var. Asked why he came to Kherson Zelensky jokes, "because I wanted a watermelon", before adding that he felt it was important to support the people here despite the risk. pic.twitter.com/7VvsiGuW1p— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 14, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23 Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46 Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Selenskí sakaði Rússa í gærkvöldi um ítrekuð ódæði í borginni og Kherson-héraði. Hann sagði rannsakendur hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosti 400 stríðsglæpi í Kherson. Sjá einnig: Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að Kherson sé rússnesk borg, eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu fyrr í haust. Talsmaður Pútíns vildi ekki tjá sig um heimsókn Selenskís til borgarinnar að öðru leyti en að segja að hann væri á rússnesku landsvæði. The national flag has officially been raised in de-occupied #Kherson. Video: Presidential Office pic.twitter.com/j5NFFmuavd— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 14, 2022 Fjölmargir rússneskir hermenn eru sagðir skammt frá Kherson-borg, á austurbakka Dniproár en þar eru Rússar meðal annars með mikið magn stórskotaliðsvopna. Til marks um það heyrðust sprengingar skammt frá þegar Selenskí ávarpaði fólk í borginni í morgun. Vólódímír Selenskí í Kherson.AP/Bernat Armangue Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Kherson eftir að Rússar flúðu þaðan í síðustu viku. Úkraínumenn hafa sagt einhverja rússneska hermenn hafa verið eftir á vesturbakkanum og eru Rússar einnig sagðir hafa skilið eftir sig mikið magn af jarðsprengjum og gildrum. Sjá einnig: Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Kherson-borg er gífurlega mikilvæg hafnarborg og frelsun hennar markar gífurlega mikilvægan sigur fyrir Úkraínumenn. Borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu hernumið frá því þeir hófu innrásina í febrúar. Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað rúman helming þess landsvæðis sem Rússar höfðu lagt undir sig þegar mest var. Asked why he came to Kherson Zelensky jokes, "because I wanted a watermelon", before adding that he felt it was important to support the people here despite the risk. pic.twitter.com/7VvsiGuW1p— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 14, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23 Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46 Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lofar að láta Pútín heyra það Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni. 13. nóvember 2022 16:23
Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 12. nóvember 2022 07:46
Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. 11. nóvember 2022 10:48