Körfubolti

„Ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það bendir ekkert til þess að Golden State Warriors verji titil sinn.
Það bendir ekkert til þess að Golden State Warriors verji titil sinn. Thearon W. Henderson/Getty Images

Gengi Golden State Warriors, ríkjandi meistara NBA deildarinnar, er til umræðu í nýjasta þætti Lögmál leiksins. Síðan Draymond Green gerði sér lítið fyrir og sló Jordan Poole kaldan í byrjun októbermánaðar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Stríðsmönnunum.

Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Golden State á leiktíðinni og tapaði liðið fyrir Sacramento Kings síðustu nótt. Sem stendur hefur liðið unnið fimm og tapað átta af 13 leikjum sínum í deildinni.

„Það sem ég fór að hugsa út frá þessu öllu saman er að fyrir ungu leikmennina í liðinu, það er ekki ætlast til að ungir leikmenn í Warriors skori 70 stig. Þú átt að „fall in line“ og spila eftir kerfinu. Átt svo að vaxa inn í kerfið. Þarna er höfuð kerfisins – Draymond Green – einhvern veginn að rífa liðssáttmála. Það er eins og klæðið sem Golden State er hafi rifnað. Mér finnst maður sjá það á vellinum,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um málið.

„Þeir lentu í þessu 2019 þegar Kevin Durant og Green voru dálítið að slást. Var ekki sama þunga högg en þá fór Durant. Þetta lítur ekki vel út og það er ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna,“ bætti Tómas Steindórsson við.

Klippa: Lögmál leiksins um Golden State

Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×