Hefðu ekki náð öllum markmiðum sölunnar á hærra verði Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 22:05 Öll spjót hafa staðið á Bjarna Benediktssyni eftir að skýrsla ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka var birt. Vísir/Arnar Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við undirbúning og framkvæmd á sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka sem birt var í morgun. Skort hafi á upplýsingagjöf og gagnsæi auk þess sem bent var á mistök sem gerð voru í ferlinu. Í viðtali við Kastljós á Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin sjálf hafi sagt í vor að betur hafi mátt standa að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Honum fyndist þó skrýtið að ríkisendurskoðun gagnrýndi að hugtakanotkun í kringum útboðið hafi verið til þess fallin að valda misskilningi. „Ef að fólk var ekki að meðtaka þessar upplýsingar þá verðum við að horfast í augu við það og með því verður að gangast við því að gagnsæið um nákvæmlega hvað það þýddi að einungis hæfir fjárfestar fengju að taka þátt, það var greinilega ekki að nógu vel að komast til skila,“ sagði Bjarni. Skapaði tortryggni Á meðal þess sem gagnrýnt var við söluna í vor var að smærri fjárfestar, þar á meðal faðir Bjarna, hafi fengið að taka þátt í útboðinu. Bjarni benti á að Alþingi hefði ekki sett fram mikil sjónarmið um sérstaka þröskulda við söluna, þar á meðal um hvort að smærri fjárfestar fengju að taka þátt. „Ég er ekki blindur. Ég sé alveg að það hefur varpað ákveðinni totryggni yfir þetta mál að það skyldu fljóta með þarna einhver þrjú prósentustig sem eru undir 50 milljónum. Kannski hefðum við átt að huga að því betur,“ sagði Bjarni. Það breytti þó ekki því mati hans að rétt væri að losa ríkið úr rekstri Íslandsbanka. Með því hafi ríkið fengið gríðarlega fjármuni sem það hafi getað sett í innviði sem annars hefði þurft að fjármagna með lántöku. Eftir á að hyggja hefði kannski verið hægt að hafa sölufyrirkomulagið skýrara og setja þröskulda um þátttöku í útboðinu. Ekki aðeins að leita að hæsta tilboði Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni að mögulega hefði verið hægt að fá hærra verð fyrir hlutinn sem var boðinn út. Bjarni sagði að það hefði legið fyrir frá upphafi að ríkið hefði ekki aðeins leitað að hæsta boði í hlutinn heldur traustu og dreifðu eignarhaldi á bankanum. „Það er ekki einu sinni fullyrt í skýrslunni að við hefðum getað náð öllum okkar markmiðum á hærra verði. Það er einfaldlega ekki satt þó að öðrum finnist það vera þannig,“ sagði fjármálaráðherrann. Ekki hafi verið bent á eitt einasta lögbrot í skýrslunni, hvorki hjá bankasýslu ríkisins né fjármálaráðuneytinu. „Því er hvergi haldið fram í skýrslunni, ólíkt því sem margir hafa haldið fram í dag, að við höfum ekki verið að gera þetta eins og lög boðuðu,“ sagði hann. Sér ekki samhengið milli ákvarðana og mistaka Í skýrslu ríkisendurskoðunar kom fram að upplýsingum um tilboð í hlutinn hafi verið safnað saman í Excel-skjal sem bankasýslan er sögð hafa stuðst við þegar ákvörðun var tekin um kaupendur og leiðbeinandi lokaverð. Rannsókn ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að fjöldi tilboða hafði verið færður inn í skjalið með erlendri kommusetningu eða jafnvel bókstöfum. Þetta hafi leitt til þess að Excel-reiknirinn tók þau tilboð ekki með í samantekt á heildareftirspurn eftir bréfunum. Bjarni sagði erfitt að sætta sig við slík vinnubrögð í ferlinu en spurði hvernig þau leiddu til þess að réttar ákvarðanir hefðu ekki verið teknar. „Ég sé ekki orsakasamhengið þar á milli,“ sagði hann. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. 14. nóvember 2022 20:09 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við undirbúning og framkvæmd á sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka sem birt var í morgun. Skort hafi á upplýsingagjöf og gagnsæi auk þess sem bent var á mistök sem gerð voru í ferlinu. Í viðtali við Kastljós á Ríkisútvarpinu í kvöld sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin sjálf hafi sagt í vor að betur hafi mátt standa að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Honum fyndist þó skrýtið að ríkisendurskoðun gagnrýndi að hugtakanotkun í kringum útboðið hafi verið til þess fallin að valda misskilningi. „Ef að fólk var ekki að meðtaka þessar upplýsingar þá verðum við að horfast í augu við það og með því verður að gangast við því að gagnsæið um nákvæmlega hvað það þýddi að einungis hæfir fjárfestar fengju að taka þátt, það var greinilega ekki að nógu vel að komast til skila,“ sagði Bjarni. Skapaði tortryggni Á meðal þess sem gagnrýnt var við söluna í vor var að smærri fjárfestar, þar á meðal faðir Bjarna, hafi fengið að taka þátt í útboðinu. Bjarni benti á að Alþingi hefði ekki sett fram mikil sjónarmið um sérstaka þröskulda við söluna, þar á meðal um hvort að smærri fjárfestar fengju að taka þátt. „Ég er ekki blindur. Ég sé alveg að það hefur varpað ákveðinni totryggni yfir þetta mál að það skyldu fljóta með þarna einhver þrjú prósentustig sem eru undir 50 milljónum. Kannski hefðum við átt að huga að því betur,“ sagði Bjarni. Það breytti þó ekki því mati hans að rétt væri að losa ríkið úr rekstri Íslandsbanka. Með því hafi ríkið fengið gríðarlega fjármuni sem það hafi getað sett í innviði sem annars hefði þurft að fjármagna með lántöku. Eftir á að hyggja hefði kannski verið hægt að hafa sölufyrirkomulagið skýrara og setja þröskulda um þátttöku í útboðinu. Ekki aðeins að leita að hæsta tilboði Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni að mögulega hefði verið hægt að fá hærra verð fyrir hlutinn sem var boðinn út. Bjarni sagði að það hefði legið fyrir frá upphafi að ríkið hefði ekki aðeins leitað að hæsta boði í hlutinn heldur traustu og dreifðu eignarhaldi á bankanum. „Það er ekki einu sinni fullyrt í skýrslunni að við hefðum getað náð öllum okkar markmiðum á hærra verði. Það er einfaldlega ekki satt þó að öðrum finnist það vera þannig,“ sagði fjármálaráðherrann. Ekki hafi verið bent á eitt einasta lögbrot í skýrslunni, hvorki hjá bankasýslu ríkisins né fjármálaráðuneytinu. „Því er hvergi haldið fram í skýrslunni, ólíkt því sem margir hafa haldið fram í dag, að við höfum ekki verið að gera þetta eins og lög boðuðu,“ sagði hann. Sér ekki samhengið milli ákvarðana og mistaka Í skýrslu ríkisendurskoðunar kom fram að upplýsingum um tilboð í hlutinn hafi verið safnað saman í Excel-skjal sem bankasýslan er sögð hafa stuðst við þegar ákvörðun var tekin um kaupendur og leiðbeinandi lokaverð. Rannsókn ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að fjöldi tilboða hafði verið færður inn í skjalið með erlendri kommusetningu eða jafnvel bókstöfum. Þetta hafi leitt til þess að Excel-reiknirinn tók þau tilboð ekki með í samantekt á heildareftirspurn eftir bréfunum. Bjarni sagði erfitt að sætta sig við slík vinnubrögð í ferlinu en spurði hvernig þau leiddu til þess að réttar ákvarðanir hefðu ekki verið teknar. „Ég sé ekki orsakasamhengið þar á milli,“ sagði hann.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. 14. nóvember 2022 20:09 Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25 Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. 14. nóvember 2022 20:09
Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. 14. nóvember 2022 16:25
Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. 14. nóvember 2022 15:34
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44