UFC-stjarna lést 38 ára að aldri Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Anthony Johnson var afar vinsæll bardagakappi. Getty/Steve Marcus Fyrrverandi UFC-bardagakappinn Anthony „Rumble“ Johnson lést á sunnudaginn, 38 ára að aldri, eftir glímu við líkamleg veikindi. Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“ MMA Andlát Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“
MMA Andlát Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira