Umræðan truflaði ekki Tryggva: „Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:30 Tryggvi Garðar Jónsson í viðtalinu í gær. S2 Sport Tryggvi Garðar Jónsson fékk tækifærið í sigri Vals á Haukum í Olís deild karla í handbolta í gær og skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri. Eftir leikinn ræddi hann í beinni við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni. „Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira