„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 18:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segja fjármálaráðherra hafa borið ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á bankasölunni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11