Réttur netsvikabrotaþola enn óljós Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 17:58 Þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn eru viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. MYND/Getty Images Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan. Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan.
Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16
Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02