Artemis-1 loks á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 08:29 Artemis-1 á leið til tunglsins. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls
Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira