„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 12:00 Ragnar Hermannsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, ræðir við sínar stelpur í leikhléi. Vísir/Diego Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik. Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira