Segir ekkert benda til árásar Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 16. nóvember 2022 11:54 Andrzej Duda, forseti Póllands. EPA/PAWEL SUPERNAK Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn. Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn.
Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira