Kallar eftir fyrirsjáanleika af hálfu stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 10:52 Tómas segir neytendur spila lykilhlutverk í orkuskiptum í samgöngum. Aðsend „Þetta lofar góðu en lengi má gott bæti og mér finnst ennþá óra fyrir langtímstefnuleysi. Mér finnst þetta of mikil skammsýni að horfa bara til loka árs 2023.“ Þetta segir Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, um frumvarp sem felur meðal annars í sér að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður. Kvótinn var 20 þúsund bílar en útlit fyrir að honum yrði náð um mitt næsta ár. Ívilnanirnar gilda út 2023. Tómas bendir á að í frumvarpinu sé sérstaklega fjallað um þátt bílaleiga og þungaflutninga í orkuskiptunum en segir skiljanlegt að vantað hafi upp á hvað varðar þungaflutningana þar sem það sé fyrst á þessu ári sem eitthvað úrval slíkra rafbifreiða hafi litið dagsins ljós. Hvað varðar bílaleigurnar hafi algjörlega skort á fyrirsjáanleika. „Þetta eru fyrirtæki sem kaupa bíla til að eiga í nokkur ár,“ segir Tómas. „Þau kaupa nær 50 prósent allra bíla á landinu og það hefur bara ekki verið grundvöllur fyrir bílaleigurnar að skipta almennilega yfir í rafbíla þegar innviðirnir eru ekki nógu sterkir og þessi óvissa er uppi um niðurfellinguna á virðisaukaskattinum.“ Tómas segir ógjörning fyrir bílaleigurnar að skipuleggja innkaup á rafbílum fram í tímann þegar niðurfelling virðisaukaskattsins sé aðeins tímabundin aðgerð. Hann kallar því eftir stefnu frá stjórnvöldum til 2030 en stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að draga úr losun sem nemur 30 prósent fyrir þann tíma. Samgöngur eru einn stærsti þátturinn í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi og því til mikils að vinna. Menn hafa hins vegar bent á að orkuskiptin muni ekki eiga sér stað að sjálfu sér og að ívilnanir séu nauðsynlegar, að minnsta kosti til að byrja með. Tómas segir einkamarkaðinn fullkomlega reiðubúinn til að takast á við áskorunina og ólíkt öðrum aðgerðum í þágu loftslagsmála, til að mynda skógrækt eða endurheimt votlendis, þá sé rafbílavæðingin í raun einstaklingsframtak. „Þetta er breyting sem hefur verið keyrð áfram af einstaklingunum sem kaupa bílana,“ segir hann. „Það er einstaklingurinn sem ákveður að labba inn í bílaumboðið og kaupa rafbíl í staðinn fyrir bensínbíl.“ Að sögn Tómasar skipta aðgerðir stjórnvalda hins vegar máli og hann bendir meðal annars á að samkvæmt spám verði það ekki fyrr en í kringum árið 2028 sem innkaupsverðið á rafmagnsbíl verði það sama og verðið á sambærilegum bíl sem knúin er með jarðefnaeldsneyti. Bílar Vistvænir bílar Umhverfismál Tengdar fréttir ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél. 13. nóvember 2022 07:02 Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. 19. október 2022 14:27 Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta segir Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, um frumvarp sem felur meðal annars í sér að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður. Kvótinn var 20 þúsund bílar en útlit fyrir að honum yrði náð um mitt næsta ár. Ívilnanirnar gilda út 2023. Tómas bendir á að í frumvarpinu sé sérstaklega fjallað um þátt bílaleiga og þungaflutninga í orkuskiptunum en segir skiljanlegt að vantað hafi upp á hvað varðar þungaflutningana þar sem það sé fyrst á þessu ári sem eitthvað úrval slíkra rafbifreiða hafi litið dagsins ljós. Hvað varðar bílaleigurnar hafi algjörlega skort á fyrirsjáanleika. „Þetta eru fyrirtæki sem kaupa bíla til að eiga í nokkur ár,“ segir Tómas. „Þau kaupa nær 50 prósent allra bíla á landinu og það hefur bara ekki verið grundvöllur fyrir bílaleigurnar að skipta almennilega yfir í rafbíla þegar innviðirnir eru ekki nógu sterkir og þessi óvissa er uppi um niðurfellinguna á virðisaukaskattinum.“ Tómas segir ógjörning fyrir bílaleigurnar að skipuleggja innkaup á rafbílum fram í tímann þegar niðurfelling virðisaukaskattsins sé aðeins tímabundin aðgerð. Hann kallar því eftir stefnu frá stjórnvöldum til 2030 en stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að draga úr losun sem nemur 30 prósent fyrir þann tíma. Samgöngur eru einn stærsti þátturinn í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi og því til mikils að vinna. Menn hafa hins vegar bent á að orkuskiptin muni ekki eiga sér stað að sjálfu sér og að ívilnanir séu nauðsynlegar, að minnsta kosti til að byrja með. Tómas segir einkamarkaðinn fullkomlega reiðubúinn til að takast á við áskorunina og ólíkt öðrum aðgerðum í þágu loftslagsmála, til að mynda skógrækt eða endurheimt votlendis, þá sé rafbílavæðingin í raun einstaklingsframtak. „Þetta er breyting sem hefur verið keyrð áfram af einstaklingunum sem kaupa bílana,“ segir hann. „Það er einstaklingurinn sem ákveður að labba inn í bílaumboðið og kaupa rafbíl í staðinn fyrir bensínbíl.“ Að sögn Tómasar skipta aðgerðir stjórnvalda hins vegar máli og hann bendir meðal annars á að samkvæmt spám verði það ekki fyrr en í kringum árið 2028 sem innkaupsverðið á rafmagnsbíl verði það sama og verðið á sambærilegum bíl sem knúin er með jarðefnaeldsneyti.
Bílar Vistvænir bílar Umhverfismál Tengdar fréttir ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél. 13. nóvember 2022 07:02 Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. 19. október 2022 14:27 Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél. 13. nóvember 2022 07:02
Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. 19. október 2022 14:27
Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16. september 2022 06:34
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11