Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 13:55 Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis. Gunnlöð Jóna Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum. Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár. Tækni Netöryggi Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár.
Tækni Netöryggi Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira