Ronaldo elskar Solskjær en segist aldrei hafa litið á Rangnick sem stjórann Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 07:00 Ralf Rangnick ræðir við Cristiano Ronaldo eftir leik Manchester United á síðasta tímabili. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo segir að Manchester United hafi staðnað og lítið breyst síðan hann yfirgaf félagið árið 2009. Hann segir að Ole Gunnar Solskjær hefði þurft meiri tíma með liðið og að hann hafi aldrei litið á Ralf Rangnick sem stjórann. Fyrri hluti viðtals fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í gærkvöldi en fréttir af viðtalinu hafa borist alla vikuna. Cristiano Ronaldo hefur þar farið hamförum í gagnrýni sinni á Manchester United og nokkuð ljóst að hann mun yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýju ári. Í viðtalinu sem birtist í gær ræddi Ronaldo meðal annars um aðstöðuna hjá United. Hann segir að félagið hafi staðnað og standi öðrum stórum félögum í Evrópu langt að baki. „Þegar ég skrifaði undir hjá Manchester United, þá hélt ég að allt yrði öðruvísi. Tæknin, innviðir og allt saman. Ég var mjög hissa á slæman hátt því ég sá að allt var eins,“ sagði Ronaldo og bætti við að félagið hefði staðið í stað. „Tíminn hafði staðið í stað hjá þeim að mínu mati og það kom mér á óvart.“ Hann segir að engar framfarir hafi átt sér stað og að United standi öðrum stórum félögum langt að baki. „Ef við berum saman við Real Madrid og jafnvel Juventus, þá fylgja þau því sem er að gerast hjá öðrum. Tæknilega hliðin, sérstaklega hvað varðar æfingar, næringu og það að borða rétt og ná endurheimt betur en áður - hún kom mér á óvart.“ „Þessa stundina, ef við berum saman við þessu félög, þá er United á eftir og það kom mér á óvart. Félag af þessari stærðargráðu ætti að vera í hæsta klassa og það er ekki þannig, því miður. Þeir eru ekki á þeim stað. Ég vona að á næstu árum nái þeir toppnum á ný.“ Leit aldrei á Rangnick sem stjórann Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri Manchester United þegar Cristiano Ronaldo gekk til liðs við félagið að nýju sumarið 2021. Solskjær var þó rekinn eftir skelfilega byrjun United á tímabilinu og Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra liðinu út leiktíðina. Ronaldo segist aldrei hafa heyrt um Rangnick fyrr en hann var ráðinn stjóri United og segist ekki hafa upplifað hann sem stjórann. Ole Gunnar Solskjær var þjálfari United þegar Ronaldo gekk til liðs við félagið á nýjan leik árið 2021.Vísir/Getty „Að sjálfsögðu kölluðum við hann stjóra því hann var ráðinn í starfið. Ég hef alltaf kallað þjálfarana mína „boss“ því við eigum að kalla þá það ef þeir eru ráðnir í starfið.“ „Að endingu, þá sá ég hann aldrei sem stjórann af því að ég var aldrei sammála honum varðandi nokkur atriði.“ Hann segir Rangnick og þjáfaralið hans ekki hafa vitað betur en þeir gerðu. „Þeir þekktu félagið mjög vel. En þeir þekktu ekki innsta kjarna þess nógu vel, sögu félagsins. Það kom mér mjög á óvart. Þegar þú rekur Ole Gunnar Solskjær þá áttu að ráða toppþjálfara, ekki yfirmann knattspyrnumála.“ „Ég elska Solskjær“ Ronaldo segir að Solskjær hafi verið að gera góða hluti með United liðið áður en honum var sagt upp störfum eftir dapra byrjun liðsins á síðasta tímabili. Hann segist elska Solskjær og segir hann vera toppeintak. „Það var erfitt að taka við eftir Sir Alex Ferguson, en mér fannst hann gera vel. Þú þarft meiri tíma.“ Þá ræðir Ronaldo einnig um yngri leikmenn og segir að hann sé góð fyrirmynd fyrir unga knattspyrnumenn nú til dags. „Ég er ekki þannig náungi sem gefur góð ráð því ég vill frekar sýna gott fordæmi. Því ég er gott fordæmi. Ég er þarna á hverjum morgni og geri mína hluti. Ég er líklega sá fyrsti sem mætir og sá síðasti til að yfirgefa svæðið. Ég held að smáatriðin tali fyrir sig sjálf. Þess vegna segi ég, ég vil sýna gott fordæmi.“ „Í öllum deildum heimsins eru yngri leikmenn nú til dags ekki eins og mín kynslóð. Við getum samt ekki kennt þeim um, þetta er hluti af gangi lífsins.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Fyrri hluti viðtals fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í gærkvöldi en fréttir af viðtalinu hafa borist alla vikuna. Cristiano Ronaldo hefur þar farið hamförum í gagnrýni sinni á Manchester United og nokkuð ljóst að hann mun yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýju ári. Í viðtalinu sem birtist í gær ræddi Ronaldo meðal annars um aðstöðuna hjá United. Hann segir að félagið hafi staðnað og standi öðrum stórum félögum í Evrópu langt að baki. „Þegar ég skrifaði undir hjá Manchester United, þá hélt ég að allt yrði öðruvísi. Tæknin, innviðir og allt saman. Ég var mjög hissa á slæman hátt því ég sá að allt var eins,“ sagði Ronaldo og bætti við að félagið hefði staðið í stað. „Tíminn hafði staðið í stað hjá þeim að mínu mati og það kom mér á óvart.“ Hann segir að engar framfarir hafi átt sér stað og að United standi öðrum stórum félögum langt að baki. „Ef við berum saman við Real Madrid og jafnvel Juventus, þá fylgja þau því sem er að gerast hjá öðrum. Tæknilega hliðin, sérstaklega hvað varðar æfingar, næringu og það að borða rétt og ná endurheimt betur en áður - hún kom mér á óvart.“ „Þessa stundina, ef við berum saman við þessu félög, þá er United á eftir og það kom mér á óvart. Félag af þessari stærðargráðu ætti að vera í hæsta klassa og það er ekki þannig, því miður. Þeir eru ekki á þeim stað. Ég vona að á næstu árum nái þeir toppnum á ný.“ Leit aldrei á Rangnick sem stjórann Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri Manchester United þegar Cristiano Ronaldo gekk til liðs við félagið að nýju sumarið 2021. Solskjær var þó rekinn eftir skelfilega byrjun United á tímabilinu og Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra liðinu út leiktíðina. Ronaldo segist aldrei hafa heyrt um Rangnick fyrr en hann var ráðinn stjóri United og segist ekki hafa upplifað hann sem stjórann. Ole Gunnar Solskjær var þjálfari United þegar Ronaldo gekk til liðs við félagið á nýjan leik árið 2021.Vísir/Getty „Að sjálfsögðu kölluðum við hann stjóra því hann var ráðinn í starfið. Ég hef alltaf kallað þjálfarana mína „boss“ því við eigum að kalla þá það ef þeir eru ráðnir í starfið.“ „Að endingu, þá sá ég hann aldrei sem stjórann af því að ég var aldrei sammála honum varðandi nokkur atriði.“ Hann segir Rangnick og þjáfaralið hans ekki hafa vitað betur en þeir gerðu. „Þeir þekktu félagið mjög vel. En þeir þekktu ekki innsta kjarna þess nógu vel, sögu félagsins. Það kom mér mjög á óvart. Þegar þú rekur Ole Gunnar Solskjær þá áttu að ráða toppþjálfara, ekki yfirmann knattspyrnumála.“ „Ég elska Solskjær“ Ronaldo segir að Solskjær hafi verið að gera góða hluti með United liðið áður en honum var sagt upp störfum eftir dapra byrjun liðsins á síðasta tímabili. Hann segist elska Solskjær og segir hann vera toppeintak. „Það var erfitt að taka við eftir Sir Alex Ferguson, en mér fannst hann gera vel. Þú þarft meiri tíma.“ Þá ræðir Ronaldo einnig um yngri leikmenn og segir að hann sé góð fyrirmynd fyrir unga knattspyrnumenn nú til dags. „Ég er ekki þannig náungi sem gefur góð ráð því ég vill frekar sýna gott fordæmi. Því ég er gott fordæmi. Ég er þarna á hverjum morgni og geri mína hluti. Ég er líklega sá fyrsti sem mætir og sá síðasti til að yfirgefa svæðið. Ég held að smáatriðin tali fyrir sig sjálf. Þess vegna segi ég, ég vil sýna gott fordæmi.“ „Í öllum deildum heimsins eru yngri leikmenn nú til dags ekki eins og mín kynslóð. Við getum samt ekki kennt þeim um, þetta er hluti af gangi lífsins.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira