Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2022 09:43 Íbúar Lviv virða fyrir sér gíg eftir að stýriflaug lenti þar í gær. EPA/MYKOLA TYS Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. Árásirnar eru sagðar hafa beinst að orkuinnviðum og iðnaðarsvæðum en stýriflaugar munu einnig hafa lent á íbúðarhúsum. Reuters segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á gasvinnslu og stóra flugskeytaverksmiðju. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Ráðamenn í Moskvu reyna einnig að nota árásirnar til að þagga í gagnrýnisröddum heima fyrir sem segja Rússa ekki ganga nógu langt í stríðinu. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson hefur sérstaklega mörgum stýriflaugum verið skotið að Úkraínu. Rússar virðast einnig hafa notað sjálfsprengjudróna frá Íran við árásirnar í morgun. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndbandinu hér að neðan í morgun en það sýnir stýriflaug lenda í Dniproborg. Russia continues to terrorize civilians and destroy critical infrastructure. Such has been the morning in the peaceful Dnipro. Russia is a terrorist country that must be punished for its crimes. Video: @ZelenskyyUa #RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/08wFHfHKSH— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 17, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að þar hafi tvær stýriflaugar verið skotnar niður auk fimm sjálfsprengidróna frá Íran. Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Úkraínumenn virðast vera að skjóta niður fleiri stýriflaugar og dróna en áður. Viðmælendur AP segja að það megi að hluta til rekja til nýrra og háþróaðra loftvarnarkerfa frá Vesturlöndum. Stýriflaugar og drónar komist þó áfram í gegnum varnir Úkraínumanna. Nokkur myndbönd hafa veri í dreifingu á netinu í morgun sem sýna stýriflaugar Rússa skotnar niður af loftvarnarkerfum Úkraínumanna. Spectacular footage: Two Russian Kalibr cruise missiles shot down within seconds over Kyiv Oblast on Nov. 15. First is audible explosion and glow on horizon, second a clear view of interception by German Iris-T air defense system. pic.twitter.com/bDp1twuzJB— Euan MacDonald (@Euan_MacDonald) November 17, 2022 More intercepted Russian missiles. Great, but still not enough. We need 98% interception rate. #Ukraine pic.twitter.com/NsqhYhTAo9— (((Tendar))) (@Tendar) November 17, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. 17. nóvember 2022 07:40 Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. 16. nóvember 2022 19:21 Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Árásirnar eru sagðar hafa beinst að orkuinnviðum og iðnaðarsvæðum en stýriflaugar munu einnig hafa lent á íbúðarhúsum. Reuters segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á gasvinnslu og stóra flugskeytaverksmiðju. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Ráðamenn í Moskvu reyna einnig að nota árásirnar til að þagga í gagnrýnisröddum heima fyrir sem segja Rússa ekki ganga nógu langt í stríðinu. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson hefur sérstaklega mörgum stýriflaugum verið skotið að Úkraínu. Rússar virðast einnig hafa notað sjálfsprengjudróna frá Íran við árásirnar í morgun. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndbandinu hér að neðan í morgun en það sýnir stýriflaug lenda í Dniproborg. Russia continues to terrorize civilians and destroy critical infrastructure. Such has been the morning in the peaceful Dnipro. Russia is a terrorist country that must be punished for its crimes. Video: @ZelenskyyUa #RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/08wFHfHKSH— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 17, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að þar hafi tvær stýriflaugar verið skotnar niður auk fimm sjálfsprengidróna frá Íran. Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Úkraínumenn virðast vera að skjóta niður fleiri stýriflaugar og dróna en áður. Viðmælendur AP segja að það megi að hluta til rekja til nýrra og háþróaðra loftvarnarkerfa frá Vesturlöndum. Stýriflaugar og drónar komist þó áfram í gegnum varnir Úkraínumanna. Nokkur myndbönd hafa veri í dreifingu á netinu í morgun sem sýna stýriflaugar Rússa skotnar niður af loftvarnarkerfum Úkraínumanna. Spectacular footage: Two Russian Kalibr cruise missiles shot down within seconds over Kyiv Oblast on Nov. 15. First is audible explosion and glow on horizon, second a clear view of interception by German Iris-T air defense system. pic.twitter.com/bDp1twuzJB— Euan MacDonald (@Euan_MacDonald) November 17, 2022 More intercepted Russian missiles. Great, but still not enough. We need 98% interception rate. #Ukraine pic.twitter.com/NsqhYhTAo9— (((Tendar))) (@Tendar) November 17, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. 17. nóvember 2022 07:40 Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. 16. nóvember 2022 19:21 Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. 17. nóvember 2022 07:40
Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. 16. nóvember 2022 19:21
Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54
Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33