6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Þær Alma og Steinunn úr Nylon voru keppendur í fyrstu þáttaröð af Idol Stjörnuleit. Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. Nylon samanstóð af þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur. Stúlkurnar fjórar voru valdar eftir áheyrnarprufur sem haldnar voru í mars árið 2004. Í kjölfarið gáfu þær út ábreiðu af laginu Lög unga fólksins og þá var ekki aftur snúið. Þær urðu ein allra vinsælasta hljómsveit á Íslandi. Spólum nokkra mánuði aftur í tímann. Áður en þær Alma og Steinunn fóru í prufur fyrir Nylon, höfðu þær reynt fyrir sér í öðrum prufum sem haldnar voru í Austurbæ. Við erum að sjálfsögðu að tala um Idol Stjörnuleit. Klippa: Alma Guðmundsdóttir - Idol Fluttu báðar lagið Fingur Á þessum tímapunkti voru þær Alma og Steinunn báðar 19 ára gamlar og þekktust ekki neitt. Fyrir tilviljun völdu þær þó báðar sama lagið til þess að flytja í prufunum, Írafár smellinn Fingur. Þær stóðu sig báðar með prýði en Alma komst hins vegar ekki lengra. Steinunn komst aftur á móti alla leið í 32 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur. Klippa: Steinunn Camilla - Idol Samdi fyrir Katy Perry Þær hafa þó báðar átt einstaklega glæstan feril í tónlistinni. Eftir að Nylon, sem síðar varð að The Charlies, lagði upp laupana fetuðu þær Alma og Steinunn hvor sína brautina innan tónlistarbransans. Alma er búsett í L.A. þar sem hún hefur skapað sér nafn sem lagahöfundur. Hún hefur samið fyrir tónlistarfólk á borð við Katy Perry. Steinunn er annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með listamönnum á borð við Bríeti. Klippa: Nylon - Bara í nótt Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Nylon samanstóð af þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur og Emilíu Björg Óskarsdóttur. Stúlkurnar fjórar voru valdar eftir áheyrnarprufur sem haldnar voru í mars árið 2004. Í kjölfarið gáfu þær út ábreiðu af laginu Lög unga fólksins og þá var ekki aftur snúið. Þær urðu ein allra vinsælasta hljómsveit á Íslandi. Spólum nokkra mánuði aftur í tímann. Áður en þær Alma og Steinunn fóru í prufur fyrir Nylon, höfðu þær reynt fyrir sér í öðrum prufum sem haldnar voru í Austurbæ. Við erum að sjálfsögðu að tala um Idol Stjörnuleit. Klippa: Alma Guðmundsdóttir - Idol Fluttu báðar lagið Fingur Á þessum tímapunkti voru þær Alma og Steinunn báðar 19 ára gamlar og þekktust ekki neitt. Fyrir tilviljun völdu þær þó báðar sama lagið til þess að flytja í prufunum, Írafár smellinn Fingur. Þær stóðu sig báðar með prýði en Alma komst hins vegar ekki lengra. Steinunn komst aftur á móti alla leið í 32 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur. Klippa: Steinunn Camilla - Idol Samdi fyrir Katy Perry Þær hafa þó báðar átt einstaklega glæstan feril í tónlistinni. Eftir að Nylon, sem síðar varð að The Charlies, lagði upp laupana fetuðu þær Alma og Steinunn hvor sína brautina innan tónlistarbransans. Alma er búsett í L.A. þar sem hún hefur skapað sér nafn sem lagahöfundur. Hún hefur samið fyrir tónlistarfólk á borð við Katy Perry. Steinunn er annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með listamönnum á borð við Bríeti. Klippa: Nylon - Bara í nótt Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01
9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01
10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15. nóvember 2022 09:01