Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Halldór telur sig hafa sloppið býsna vel miðað við að eftir hann liggja um sex þúsund skopteikningar. Grínið getur verið dauðans alvara. Nú er komin út bók eftir Halldór sem sannarlega má telja til tíðinda. vísir/vilhelm Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. Tilurð bókarinnar er sérstök því í grunninn er um að ræða lokaverkefni Halldórs í meistaranámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands í vor. Hér er því um marglaga fyrirbæri að ræða, þetta er listaverk sem fjallar um listkennslu og/eða kennslufræði, er einskonar kennslugagn um leið og skoðað er hvernig myndmálið virkar í kennslu og við miðlun upplýsinga. Halldór segist í samtali við Vísi svo vanur því að allt sem hann geri sé gefið út og því hafi einhvern veginn verið eðlilegt að þetta rataði í bók. „Ég kann ekkert að vera námsmaður,“ segir Halldór spurður hvernig honum hafi eiginlega dottið þetta í hug. Þetta hlýtur að vera fordæmalaust? „Ég veit til þess að doktorsritgerð var skrifuð í myndasöguformi út í heimi. Hún er þó gjörólík þessari og satt best að segja enginn skemmtilestur. Þetta byrjaði þannig að ég fór af gömlum vana að krota á spássíurnar í tímum í Listaháskólanum. Krotið varð að glósum og síðar að dagbók um námið. Halldór við prentarann heima hjá sér. Tilurð bókarinnar er sérstök, hann teiknaði á spássíur, sem síðar urðu glósur og í rólegheitum tók verkið á sig mynd.vísir/vilhelm Þegar kom að því að vinna lokaverkefnið þá lá beint við að taka þetta frásagnarform alla leið. Ég fékk góða hvatningu frá kennurum skólans að gera þetta svona. Bæði er það að það er kominn vilji til að sjá eitthvað nýtt, menn tala mikið um myndmál og myndlestur, því ekki að láta reyna á þetta í reynd.“ Og Halldór bætir því við að fyrir liggi að þetta frásagnarform henti honum mjög vel eftir að hafa beitt því grimmt síðustu áratugina. Og ekki er það orðum aukið hjá hinum hógværa teiknara sem hefur ekki tölu á þeim bókum sem hann hefur myndskreytt, þær skipta tugum. Þetta er hins vegar fyrsta bókin sem hann skrifar, þá fyrir utan bækurnar sem komið hafa út og geyma skopteikningar hans úr blöðunum. Myndasagan vannýtt sem kennslugagn Myndasögur hafa ótvírætt pedagógískt gildi eins og allir vita sem hafa lesið barnabók fyrir krakka. Og sennilega hafa þær verið vannýttar sem kennslugagn í skólakerfinu fram til þessa? „Alveg örugglega. Myndir og ritað mál hafa mismunandi aðgang að skynjun okkar. Það er ekki endilega augljóst að hið ritaða mál hafi alltaf vinninginn þegar kemur að því læra og velta fyrir sér hlutum. Ég velti líka fyrir mér hvernig húmor virkar í þessu sambandi? Það að taka fræðin niður af stallinum og leyfa þeim að veltast aðeins um á jörðinni ef svo má segja.“ Og fram á síðunum spretta ljóslifandi kennslufræðispírur fyrri tíma, sem allir sem hafa numið kennslufræði hafa verið látnir þræla sér í gegnum, á borð við þá Dewey og Freire, sem eru í hugum fæstra skemmtiefni. Úr Hvað nú? Fígúrur úr kennslufræðinni, sem í hugum flestra sem þá hafa mátt lesa eru misskemmtilegir skarfar, spretta fram ljóslifandi á síðum bókarinnar.Halldór „Já, ég fékk mikið af nýju fóðri til leika mér með eins og þá félaga,“ segir Halldór og kímir. En það er langur vegur frá því að hér sé um að ræða þurra kennslufræði, inn í bókina fléttar Halldór af mikilli hugkvæmni sinni persónulegu skólagöngu. „Já þetta er án efa persónulegasta verk sem ég hef unnið, þrátt fyrir alla kennslufræðina. En einmitt það sýnir hvernig skólinn og menntun er samofin okkar persónulega lífi. Skólinn er samfélagslegur staður þar sem við að mörgu leyti hefjum átök okkar við tilveruna eftir að hafa skriðið úr hreiðrinu.“ Halldór teiknari verður til Í verkinu skoðar Halldór sérstaklega fyrirbærið minningar og áreiðanleika þeirra. Hann ræddi við gamla samnemendur sína, bar eitt og annað undir þá er varðaði eigin minningar og ræddi að auki við sálfræðing um minningar sem fyrirbæri og virkni þeirra. Halldór hlífir sjálfum sér hvergi í því samhengi og meðal þess sem kemur á daginn er að þær minningar sem helst taka sér bólstað í heilabúinu eru þær sem kenna má við vitsmunalegt áfall. „Einmitt. Ég fór að velta fyrir mér af hverju þessar óþægilegu minningar lifa á meðan góða minningarnar gufa flestar upp. Við virðumst sitja uppi með nokkuð bitra fortíðarsýn.“ Þegar blaðamaður mátar þessa kenningu við eigin reynslu þá er hún ekki úr vegi. Það eru ekki endilega sigrarnir sem sitja eftir heldur neyðarlegu atvikin. Í bókinni kemur fram að það lá tiltölulega snemma fyrir hvað það var sem Halldór yrði þegar fram liðu stundir. Þetta er strax við ellefu ára aldurinn og Halldór segir það merkilegt að svo hafi verið um flesta samnemendur hans. Halldór nefnir dæmi, nördinn hafi endað hjá Pfizer og annar sem verkfræðingur. Úr Hvað nú? Snemma kom á daginn hvað yrði um Halldór teiknara.Halldór „Þegar hann kom í bekkinn var hann svo líkur Travolta að stelpurnar klöppuðu þegar hann mætti til leiks. Þegar við vorum látin teikna götumynd þá teiknaði ég fulla kalla í strætóskýli, eitthvað svona grín, en hann teiknaði bílslóða. Hann hannar nú göng í Noregi og víða um heim. Næstum allir strákarnir í bekknum urðu það sem allt benti til að þeir yrðu. Og þarna var strax komið mitt „identitet“. Halldór teiknari.“ Skoðanir eiga að vega salt Halldór segir að strax þarna hafi hugmynd hans um hvað hann myndi leggja fyrir sig mótast. Þó hann hafi villst af leið stöku sinnum eins og það að vilja verða arkítekt eða auglýsingateiknari, þá hafi hjólförin einhvern veginn alltaf legið fyrir. Þetta sé ekki stór stétt, skopteiknarar? „Þetta eru ákveðin forréttindi. Hálfgerður grís. En einhvern veginn gerðist þetta. Ég man að ég fór til Jónasar Kristjánssonar á DV og lagði einhverjar teikningar fyrir hann. Jónas sagði að ég væri ekki alveg tilbúinn.“ Halldór segir að það hafi komið á daginn að flestir sem voru með honum í bekk hafi orðið nákvæmlega það sem í stefndi. Svo var með hann sjálfan.vísir/vilhelm Kannski var Halldór ekki alveg tilbúinn þá en fljótlega upp úr því þó. Og hefur staðið vaktina í þeim efnum í áratugi. Nú teiknar hann með reglubundnum hætti í Fréttablaðið og Viðskiptablaðið. „Jú ég hef teiknað í Viðskiptablaðið frá 1994 og Fréttablaðið frá 2010. Þetta er eitthvað sem ég elska að gera, þó það geti verið dálítil þjáning í því fólgin að láta sér endalaust detta eitthvað í hug.“ Hvernig er það, setur þú þig í sitthvora stellinguna eftir því í hvort blaðið þú ert að teikna? „Ef ég fæ einhverja viðskiptatengda hugmynd þá er hún líklegri til að detta inn í Viðskiptablaðið. Ég teikna líka nokkrum sinnum á ári í blað Sameykis, þar er verkalýðsbaráttan ofar á blaði. Mér finnst í raun ekki vandamál að taka búta úr sannfæringu minni og vinna úr þeim í ýmsar áttir. Ég hef eiginlega tröllatrú á því að skoðanir eigi að vega salt, líka manns eigin.“ Hefur sloppið furðu vel miðað við magn teikninga Þetta má heita athyglisvert. Hefur þú einhvern tíma verið vændur um að reka svæsinn áróður í þínum teikningum? „Mér finnst ég hafa sloppið vel frá því. Ég hef samt verið sakaður um að vera glóbalisti, kvennhatari, transfóbískur, auðvaldsleikja og sósíalisti og sjálfsagt ýmislegt þar á milli. En miðað við hvað ég hef teiknað margar myndir þá eru þetta engin ósköp.“ Miðað við hversu margar teikningar Halldór hefur teiknað … þetta eru ekki bara einhverjar teikningar á stangli. Halldóri telst til að þær séu um sex þúsund talsins. Skopteikningar í fjölmiðlum eiga sér langa sögu. Merkilegt nokk og hörmulega svo, sú saga hefur á köflum verið blóðug. Skopteiknarinn reynir að grípa hvað það er sem er ofarlega á baugi meðal fólks, leyfir sér að taka þátt og helst á ögrandi máta. Og dansar á línunni.vísir/vilhelm Má þar nefna Jyllandsposten-málið, en danska blaðið birti skopteikningar af Múhameð spámanni 2006 sem gerði marga múhameðstrúarmenn æfa af reiði og svo árásirnar á ritstjórnarskrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo í París; hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur þar 2015 kostuðu 12 manns lífið. Reiðin sem þar bjó undir var af sama meiði og Jyllandsposten mátti standa frammi fyrir. Hvernig orkuðu þeir atburðir og umræðan í tengslum við þá á Halldór? „Mér virðist sem það sé tilhneiging til að misskilja eðli skopteikninga. Sem er að setja fram hluti um líðandi stund með táknmáli kaldhæðninnar og symbólisma. Að ögra fólki til að hlæja að vandræðagangi líðandi stundar. Skopmyndir eiga ekki að vera hinn djúpi sannleikur heldur miklu frekar form til að taka þátt í samfélagsumræði á ögrandi hátt. Teiknarinn reynir að greina hvað fólk er að velta fyrir sér, leyfir sér að taka þátt, oft á svolítið ögrandi máta. En það eru leiðindaskopmyndir sem þykjast hafa höndlað stóra sannleikann og reyna með öllum ráðum að hefja sig yfir umræðuna.“ Brandarar eiga misvel við Halldór er sér meðvitaður um að hann er þarna kominn inn á jarðsprengjusvæði. Hann hugsar sig um. „Svo virðist sem það sé nokkuð sterkur vilji hjá sumum að taka þær fullkomlega alvarlega og misskilja táknin og kaldhæðnina. Umræðan um Charle Hebdo og Jyllandsposen bar með sér að fólk var ekki tilbúið að fjalla um stór samfélagsleg mál með þessum hætti.“ En talandi um kaldhæðni, íróníu … á undanförnum árum hefur manni sýnst að öll slík blæbrigði eigi verulega undir högg að sækja. Það má líta í því sambandi til grínara á sviði, þeim er ýmist slaufað eða ýtt út í horn, á þeim forsendum að allt skuli skilja bókstaflega. Hefur þetta áhrif á skopteiknara og þá þig? Þögn. Ertu var um þig gagnvart einhverju því sem kalla má tabú af þeim sem helst hafa sig í frammi? „Skopteikningar eiga nokkuð undir högg að sækja í dag í fjölmiðlum ytra, sumir af stærri fjölmiðlum hafa hætt að birta þær...“ segir Halldór. Og heldur svo áfram: „Ég dreg oft mörk í viðkvæmum málum þannig að ég vil hlífa einstaklingnum en kannski ekki stofnuninni á bak við. Sem dæmi þá finnst mér ekki rétt að gera grín að trú einstaklings en finnst að það megi gera grín að trúarbrögðum. Það er meira en segja það að ætla sér að grípa um hornin á nautinu. Skopteikningar geta reynst dauðans alvara eins og sagan kennir.vísir/vilhelm Það er ljóst að í dag er erfitt að gera grín að ýmsum álitefnum samtímans annað hvort vegna þess það þykir merki um persónulega árás, „punch down“ eða þá að fólk tekur sér svo sterka stöðu með því hvað því finnst vera réttlæti eða sannleikur að það gefur ekkert svigrúm þeirrar tvíræðni sem húmor nærist á. Mig minnir samt að það hafi verið Jimmy Carr sem sagði: „Það má gera grín að hverju sem er, en ekki við hvern sem er.“ Og það er auðvitað rétt. Brandarar eiga misvel við. En svo er það spurning með hvort það ögri ekki um of umburðarlyndinu ef við ætlum að teygja tabúið um hvað má grínast með of vítt og breitt?“ Í þágu umburðarlyndis að skopið fái að dansa á línunni Blaðamaður lætur eins og hann taki ekki eftir því að þetta er efni sem viðmælandi hans hefur takmarkaðan áhuga á að ræða í þaula á opinberum vettvangi. Og heldur ódeigur áfram. Má ekki segja að við séum að kjást við þversögn; umburðarlyndi gagnvart óumburðarlyndi? Að við séum að beygja okkur gagnvart nashyrningslegri kröfu um að allt sé bókstaflegt og margræðni sé ekki til? „Jú ég var eiginlega að reyna að segja það á eins mjúkan hátt og ég get. Í grunninn hlýtur það að vera í þágu umburðarlyndis að skopið fái að dansa á línunni og því fylgir að það má ekki vera of hættulegt að fara yfir mörkin.“ Sennilega rétt að taka um léttara hjal og blaðamaður grípur til þess að spyrja Halldór hefðbundinnar spurningar sem alltaf á vel við í viðtölum sem þessum: Eru einhverjir skopteiknarar sem eru í sérstöku dálæti hjá þér? „Kannski frekar teiknarar af ýmsu tagi. Ég veit varla hvar ég að á byrja. Mér finnst til dæmis Ramirez frábær teiknari en frekar leiðinlegur. Sama með Martin Rowson og Steve Bell, sem eru allt annars staðar í pólitíkinni. Breska gróteskan finnst mér flott á stundum en líka dannaðar New Yorker-myndir. Þetta fer svolítið eftir því hvernig skapi ég er.“ Saknar rifrildis um hámenningu/lágmenningu Skopteikningar eru eitt og svo eru myndasögur annað. Þær eiga sér merka sögu, eru auðvitað bókmenntagrein út af fyrir sig en hún hefur átt misjöfnu gengi að fagna? „Myndasagan hefur nú yfirleitt verið frekar lágt metin á menningarskalanum sem mér finnst heillandi. Ég hef alltaf haft mikinn á áhuga á stríðinu milli hálistar og láglistar. Menn láta reyndar í dag eins og það sé ekki lengur til. Ég kenni uppgerðarumburðalyndi samtímans um. Mér fannst eiginlega meira gaman þegar menn nenntu að rífast um þetta.“ Já, það má með sanni segja. „Myndasagan hefur hins vegar borið uppi klassíska hámenningu á stundum. Leyfi ég mér að segja. Sérstaklega um miðja síðustu öld þegar teiknarar myndasagna „masteruðu“ fagurfræði og klassíska hæfni á tímum módernismans. Halldór teiknar heima og hér má sjá hvar hans teikningar síðastliðinna ára hafa orðið til.vísir/vilhelm Annað mjög áhugavert tímabil er svo áttundi áratugurinn. Þegar myndasagan varð „atörnanív“ og fékk listrænt vægi í samtímanum með frjálslyndi hippana og krafti pönksins. Í þá daga skipti máli að vera ögrandi í myndasögum og þetta er sá tími sem mótar mig sem teiknara. Teiknarar eins og Robert Crumb, Charles Burns og Daniel Clowes.“ Íslenska myndasagan hefur kannski aldrei náð sér almennilega á strik? Hver er annars staða hennar á þessum síðustu og verstu? „Það eru reyndar margir flinkir teiknarar í dag en kannski ekki augljóst hvort til sé nokkuð sem heitir íslensk myndasaga? Flestir teiknarar eru einhverstaðar á alþjóðlegum grensum og ekki mikið sem greinir þá frá umheiminum. Það hefur kannski vantað að einhver stígi almennilega upp og nái sama standard og þeir sem standa hæst í öðrum listgreinum. En Rán Flygering, Hugleikur, Lóa Hjálmtýs, Elís Rúni og Pétur Atli Antonson, svo einhver séu nefnd, hafa verið að gera flotta hluti. Svo má ekki gleyma Jean Posocco sem hefur verið óþrjótandi í útgáfu myndasagna á litlum markaði.“ Gott að myndasagan sé þetta vanmetin og misskilin En myndasagan er og hefur verið á jaðrinum, ef svo má segja? Þegar menn tala um myndasögu þá hugsa þeir Tinni og kannski Ástríkur? „Já við eigum enga svoleiðis. Enda gullaldarmyndasögur sem fátt jafnast á við. En mér er satt að segja slétt sama. Mér finnst bara gaman að hafa myndasöguna á jaðrinum. Ég fæ eitthvað út úr því hvað hún er vanmetin og misskilin.“ Ef við víkjum aftur að þinni fínu nýju bók … mér finnst að þar megi greina ákveðnar efasemdir, kannski ekki um gildi menntunar heldur um til hvers hún hvers hún leiðir ef litið er til lífsbaráttunnar? Finnst þér menntun eiga undir högg að sækja? „Bæði og. Það er ljóst að skólar og menntun eru stærri þáttur okkar samfélagi en flestir gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Og ég held að það megi lesa út úr bókinni að ég líti á skóla sem mikilvægan samverustað í ótrúlega flóknum samtíma þar sem allir eru að leita að tilgangi. Úr Hvað nú? Sjálfsmynd teiknarans þar sem hann veltir fyrir sér stóru spurningunum.Halldór Að það sé þarna staður sem er að leita að einhverjum samnefnara í okkur. Hughreysta, styrkja og leggja til þekkingu. Þetta hlýtur að vera gott. En á sama tíma þá má spyrja spurninga og ég leyfi mér það. Það má spyrja sig hvort við séum að lifa of hægt í dag og hvort skólarnir séu draga æskuna endalaust á langinn á kostnað lífsreynslunnar sem John Dewey lét svo mikið með.“ Nám seint á lífsleiðinni Bókin heitir „Hvað nú?“ Það eru ekki góðar tvíbökur að spyrja höfund hvað verk hans þýðir en þú býður uppá það: Komstu að einhverri niðurstöðu við vinnslu bókarinnar? „Spurning kom upp í náminu. Ég spurði mig auðvitað eins og aðrir námsmenn hvort námið leiddi til einhvers? Öll bókin er kannski leit að þessu svari en ef til vill er bókin sjálf staðfesting á því hvað gott nám getur verið. Hún hefði aldrei orðið til utan námsins og ber vonandi með sér réttlætingu á sjálfri sér og náminu sem varð til þess að hún varð til. Alla vega hvað mig varðar. Það má líka spyrja sig hvort nám eigi ekki einmitt heima svona seint á lífsleiðinni? Þegar maður hefur í farteskinu ýmis tæki og tól til að gera sem mest úr því. Allavega fannst mér gott að láta ýta við mér þegar ég kominn svona langt með minn feril.“ Og hvað fékkstu svo fyrir lokaverkefnið? „Það er nú svo að Listaháskólinn gefur ekki einkunnir,“ segir Halldór. Og bætir við hikandi og fremur hlédrægur. „En umsagnirnar voru mjög jákvæðar.“ Sem er ekki orðum aukið. Reyndar er það svo að prófdómari og leiðbeinandi halda ekki vatni. Útgefandi Halldórs er ekki eins hógvær og höfundurinn því þessar umsagnir má finna á vef útgáfunnar. Og þær fá að fljóta hér með, að endingu. Vísir gerir þau orð að sínum í umsögn um bókina. Verkefnið í heild sinni er bæði framúrskarandi áhugavert og gagnrýnið. Höfundur notar kímni og afar greinandi huga í að skoða eigin skólagöngu og kennslu með tilliti til þess sem hann hefur kynnst í gegnum nám sitt við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hann nýtir heimildir og skrif annarra fræðimanna af natni og innsæi og nær að draga fram eigin skilning á fræðunum til að upplýsa eigin ályktanir af reynslu sinni. Sérstaklega er áhugavert að höfundur leitar til samferðafélaga sinna í grunnskóla til að reyna að staðfesta eigin minningar. Þar kemur í ljós veikleiki mannlegs minnis. Manneskjan ver sig með gloppóttu valkvæðu minni og leyfir oftast bara eigin útgáfu að fljóta á yfirborðinu. Þrátt fyrir þetta er myndasagan sem fylgir greinargerðinni mjög heildstæð og gagnrýnin á bæði eigin þátttöku höfundar í grunnskólanámi og líka hvaða áhrif samferðafólk og umhverfi hafði á hann. Svo koma gagnrýnar sviðsmyndir þar sem höfundur skoðar eigin kennslu út frá kenningum annarra fræðimanna og niðurstaðan er verulega hressandi sjálfsrýni. Halldóri tekst með þessu verkefni að færa kennslufræðilegar starfendarannsóknir á annað stig og mun verkefnið vera hvatning fyrir menntavísindin í heild sinni til naflaskoðunar og minnir vel á að í gegnum kímni getum við nálgast auma kvikuna sem býr milli raunverulegrar upplifunar og fræðilegra skilgreininga á athöfnum mannskepnunnar. Verk Halldórs er framúrskarandi vel unnið í alla staði og honum hefur tekist með einstökum hætti að skoða hefðbundnar kenningar í menntavísindum frá nýjum og ferskum sjónarhóli auk þess að afhjúpa fræðilegar klisjur og fastmótuð viðhorf til skólastarfs og menntunar. Formgerð verksins þar sem áherslan er lögð hina myndrænu framsetningu og beittan húmor er sérstaklega til þess fallin að hvetja til opinnar samfélagsumræðu um menntun þar sem lesendum gefst kostur á að segja eigin skólagöngu og barna sinna í samhengi. Þannig má segja að með verkinu geti Halldór náð til mun stærri lesendahóps heldur en hefðbundin fræðileg umræða um menntun getur gert. Halldór sýnir með verkinu framúrskarandi hæfni sem fræðimaður og hugsuður á sviði menntavísinda. Í því ljósi vil ég hvetja Halldór til að finna leiðir til að gefa verkið út og ná þannig til stærri lesendahóps. Ég vil ennfremur hvetja Halldór til að halda áfram á sömu braut og teikna fleiri myndasögur þar sem unnt væri að skoða flókin álitamál í menntaumræðu samtímans. Höfundatal Bókmenntir Myndlist Bókaútgáfa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Tilurð bókarinnar er sérstök því í grunninn er um að ræða lokaverkefni Halldórs í meistaranámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands í vor. Hér er því um marglaga fyrirbæri að ræða, þetta er listaverk sem fjallar um listkennslu og/eða kennslufræði, er einskonar kennslugagn um leið og skoðað er hvernig myndmálið virkar í kennslu og við miðlun upplýsinga. Halldór segist í samtali við Vísi svo vanur því að allt sem hann geri sé gefið út og því hafi einhvern veginn verið eðlilegt að þetta rataði í bók. „Ég kann ekkert að vera námsmaður,“ segir Halldór spurður hvernig honum hafi eiginlega dottið þetta í hug. Þetta hlýtur að vera fordæmalaust? „Ég veit til þess að doktorsritgerð var skrifuð í myndasöguformi út í heimi. Hún er þó gjörólík þessari og satt best að segja enginn skemmtilestur. Þetta byrjaði þannig að ég fór af gömlum vana að krota á spássíurnar í tímum í Listaháskólanum. Krotið varð að glósum og síðar að dagbók um námið. Halldór við prentarann heima hjá sér. Tilurð bókarinnar er sérstök, hann teiknaði á spássíur, sem síðar urðu glósur og í rólegheitum tók verkið á sig mynd.vísir/vilhelm Þegar kom að því að vinna lokaverkefnið þá lá beint við að taka þetta frásagnarform alla leið. Ég fékk góða hvatningu frá kennurum skólans að gera þetta svona. Bæði er það að það er kominn vilji til að sjá eitthvað nýtt, menn tala mikið um myndmál og myndlestur, því ekki að láta reyna á þetta í reynd.“ Og Halldór bætir því við að fyrir liggi að þetta frásagnarform henti honum mjög vel eftir að hafa beitt því grimmt síðustu áratugina. Og ekki er það orðum aukið hjá hinum hógværa teiknara sem hefur ekki tölu á þeim bókum sem hann hefur myndskreytt, þær skipta tugum. Þetta er hins vegar fyrsta bókin sem hann skrifar, þá fyrir utan bækurnar sem komið hafa út og geyma skopteikningar hans úr blöðunum. Myndasagan vannýtt sem kennslugagn Myndasögur hafa ótvírætt pedagógískt gildi eins og allir vita sem hafa lesið barnabók fyrir krakka. Og sennilega hafa þær verið vannýttar sem kennslugagn í skólakerfinu fram til þessa? „Alveg örugglega. Myndir og ritað mál hafa mismunandi aðgang að skynjun okkar. Það er ekki endilega augljóst að hið ritaða mál hafi alltaf vinninginn þegar kemur að því læra og velta fyrir sér hlutum. Ég velti líka fyrir mér hvernig húmor virkar í þessu sambandi? Það að taka fræðin niður af stallinum og leyfa þeim að veltast aðeins um á jörðinni ef svo má segja.“ Og fram á síðunum spretta ljóslifandi kennslufræðispírur fyrri tíma, sem allir sem hafa numið kennslufræði hafa verið látnir þræla sér í gegnum, á borð við þá Dewey og Freire, sem eru í hugum fæstra skemmtiefni. Úr Hvað nú? Fígúrur úr kennslufræðinni, sem í hugum flestra sem þá hafa mátt lesa eru misskemmtilegir skarfar, spretta fram ljóslifandi á síðum bókarinnar.Halldór „Já, ég fékk mikið af nýju fóðri til leika mér með eins og þá félaga,“ segir Halldór og kímir. En það er langur vegur frá því að hér sé um að ræða þurra kennslufræði, inn í bókina fléttar Halldór af mikilli hugkvæmni sinni persónulegu skólagöngu. „Já þetta er án efa persónulegasta verk sem ég hef unnið, þrátt fyrir alla kennslufræðina. En einmitt það sýnir hvernig skólinn og menntun er samofin okkar persónulega lífi. Skólinn er samfélagslegur staður þar sem við að mörgu leyti hefjum átök okkar við tilveruna eftir að hafa skriðið úr hreiðrinu.“ Halldór teiknari verður til Í verkinu skoðar Halldór sérstaklega fyrirbærið minningar og áreiðanleika þeirra. Hann ræddi við gamla samnemendur sína, bar eitt og annað undir þá er varðaði eigin minningar og ræddi að auki við sálfræðing um minningar sem fyrirbæri og virkni þeirra. Halldór hlífir sjálfum sér hvergi í því samhengi og meðal þess sem kemur á daginn er að þær minningar sem helst taka sér bólstað í heilabúinu eru þær sem kenna má við vitsmunalegt áfall. „Einmitt. Ég fór að velta fyrir mér af hverju þessar óþægilegu minningar lifa á meðan góða minningarnar gufa flestar upp. Við virðumst sitja uppi með nokkuð bitra fortíðarsýn.“ Þegar blaðamaður mátar þessa kenningu við eigin reynslu þá er hún ekki úr vegi. Það eru ekki endilega sigrarnir sem sitja eftir heldur neyðarlegu atvikin. Í bókinni kemur fram að það lá tiltölulega snemma fyrir hvað það var sem Halldór yrði þegar fram liðu stundir. Þetta er strax við ellefu ára aldurinn og Halldór segir það merkilegt að svo hafi verið um flesta samnemendur hans. Halldór nefnir dæmi, nördinn hafi endað hjá Pfizer og annar sem verkfræðingur. Úr Hvað nú? Snemma kom á daginn hvað yrði um Halldór teiknara.Halldór „Þegar hann kom í bekkinn var hann svo líkur Travolta að stelpurnar klöppuðu þegar hann mætti til leiks. Þegar við vorum látin teikna götumynd þá teiknaði ég fulla kalla í strætóskýli, eitthvað svona grín, en hann teiknaði bílslóða. Hann hannar nú göng í Noregi og víða um heim. Næstum allir strákarnir í bekknum urðu það sem allt benti til að þeir yrðu. Og þarna var strax komið mitt „identitet“. Halldór teiknari.“ Skoðanir eiga að vega salt Halldór segir að strax þarna hafi hugmynd hans um hvað hann myndi leggja fyrir sig mótast. Þó hann hafi villst af leið stöku sinnum eins og það að vilja verða arkítekt eða auglýsingateiknari, þá hafi hjólförin einhvern veginn alltaf legið fyrir. Þetta sé ekki stór stétt, skopteiknarar? „Þetta eru ákveðin forréttindi. Hálfgerður grís. En einhvern veginn gerðist þetta. Ég man að ég fór til Jónasar Kristjánssonar á DV og lagði einhverjar teikningar fyrir hann. Jónas sagði að ég væri ekki alveg tilbúinn.“ Halldór segir að það hafi komið á daginn að flestir sem voru með honum í bekk hafi orðið nákvæmlega það sem í stefndi. Svo var með hann sjálfan.vísir/vilhelm Kannski var Halldór ekki alveg tilbúinn þá en fljótlega upp úr því þó. Og hefur staðið vaktina í þeim efnum í áratugi. Nú teiknar hann með reglubundnum hætti í Fréttablaðið og Viðskiptablaðið. „Jú ég hef teiknað í Viðskiptablaðið frá 1994 og Fréttablaðið frá 2010. Þetta er eitthvað sem ég elska að gera, þó það geti verið dálítil þjáning í því fólgin að láta sér endalaust detta eitthvað í hug.“ Hvernig er það, setur þú þig í sitthvora stellinguna eftir því í hvort blaðið þú ert að teikna? „Ef ég fæ einhverja viðskiptatengda hugmynd þá er hún líklegri til að detta inn í Viðskiptablaðið. Ég teikna líka nokkrum sinnum á ári í blað Sameykis, þar er verkalýðsbaráttan ofar á blaði. Mér finnst í raun ekki vandamál að taka búta úr sannfæringu minni og vinna úr þeim í ýmsar áttir. Ég hef eiginlega tröllatrú á því að skoðanir eigi að vega salt, líka manns eigin.“ Hefur sloppið furðu vel miðað við magn teikninga Þetta má heita athyglisvert. Hefur þú einhvern tíma verið vændur um að reka svæsinn áróður í þínum teikningum? „Mér finnst ég hafa sloppið vel frá því. Ég hef samt verið sakaður um að vera glóbalisti, kvennhatari, transfóbískur, auðvaldsleikja og sósíalisti og sjálfsagt ýmislegt þar á milli. En miðað við hvað ég hef teiknað margar myndir þá eru þetta engin ósköp.“ Miðað við hversu margar teikningar Halldór hefur teiknað … þetta eru ekki bara einhverjar teikningar á stangli. Halldóri telst til að þær séu um sex þúsund talsins. Skopteikningar í fjölmiðlum eiga sér langa sögu. Merkilegt nokk og hörmulega svo, sú saga hefur á köflum verið blóðug. Skopteiknarinn reynir að grípa hvað það er sem er ofarlega á baugi meðal fólks, leyfir sér að taka þátt og helst á ögrandi máta. Og dansar á línunni.vísir/vilhelm Má þar nefna Jyllandsposten-málið, en danska blaðið birti skopteikningar af Múhameð spámanni 2006 sem gerði marga múhameðstrúarmenn æfa af reiði og svo árásirnar á ritstjórnarskrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo í París; hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur þar 2015 kostuðu 12 manns lífið. Reiðin sem þar bjó undir var af sama meiði og Jyllandsposten mátti standa frammi fyrir. Hvernig orkuðu þeir atburðir og umræðan í tengslum við þá á Halldór? „Mér virðist sem það sé tilhneiging til að misskilja eðli skopteikninga. Sem er að setja fram hluti um líðandi stund með táknmáli kaldhæðninnar og symbólisma. Að ögra fólki til að hlæja að vandræðagangi líðandi stundar. Skopmyndir eiga ekki að vera hinn djúpi sannleikur heldur miklu frekar form til að taka þátt í samfélagsumræði á ögrandi hátt. Teiknarinn reynir að greina hvað fólk er að velta fyrir sér, leyfir sér að taka þátt, oft á svolítið ögrandi máta. En það eru leiðindaskopmyndir sem þykjast hafa höndlað stóra sannleikann og reyna með öllum ráðum að hefja sig yfir umræðuna.“ Brandarar eiga misvel við Halldór er sér meðvitaður um að hann er þarna kominn inn á jarðsprengjusvæði. Hann hugsar sig um. „Svo virðist sem það sé nokkuð sterkur vilji hjá sumum að taka þær fullkomlega alvarlega og misskilja táknin og kaldhæðnina. Umræðan um Charle Hebdo og Jyllandsposen bar með sér að fólk var ekki tilbúið að fjalla um stór samfélagsleg mál með þessum hætti.“ En talandi um kaldhæðni, íróníu … á undanförnum árum hefur manni sýnst að öll slík blæbrigði eigi verulega undir högg að sækja. Það má líta í því sambandi til grínara á sviði, þeim er ýmist slaufað eða ýtt út í horn, á þeim forsendum að allt skuli skilja bókstaflega. Hefur þetta áhrif á skopteiknara og þá þig? Þögn. Ertu var um þig gagnvart einhverju því sem kalla má tabú af þeim sem helst hafa sig í frammi? „Skopteikningar eiga nokkuð undir högg að sækja í dag í fjölmiðlum ytra, sumir af stærri fjölmiðlum hafa hætt að birta þær...“ segir Halldór. Og heldur svo áfram: „Ég dreg oft mörk í viðkvæmum málum þannig að ég vil hlífa einstaklingnum en kannski ekki stofnuninni á bak við. Sem dæmi þá finnst mér ekki rétt að gera grín að trú einstaklings en finnst að það megi gera grín að trúarbrögðum. Það er meira en segja það að ætla sér að grípa um hornin á nautinu. Skopteikningar geta reynst dauðans alvara eins og sagan kennir.vísir/vilhelm Það er ljóst að í dag er erfitt að gera grín að ýmsum álitefnum samtímans annað hvort vegna þess það þykir merki um persónulega árás, „punch down“ eða þá að fólk tekur sér svo sterka stöðu með því hvað því finnst vera réttlæti eða sannleikur að það gefur ekkert svigrúm þeirrar tvíræðni sem húmor nærist á. Mig minnir samt að það hafi verið Jimmy Carr sem sagði: „Það má gera grín að hverju sem er, en ekki við hvern sem er.“ Og það er auðvitað rétt. Brandarar eiga misvel við. En svo er það spurning með hvort það ögri ekki um of umburðarlyndinu ef við ætlum að teygja tabúið um hvað má grínast með of vítt og breitt?“ Í þágu umburðarlyndis að skopið fái að dansa á línunni Blaðamaður lætur eins og hann taki ekki eftir því að þetta er efni sem viðmælandi hans hefur takmarkaðan áhuga á að ræða í þaula á opinberum vettvangi. Og heldur ódeigur áfram. Má ekki segja að við séum að kjást við þversögn; umburðarlyndi gagnvart óumburðarlyndi? Að við séum að beygja okkur gagnvart nashyrningslegri kröfu um að allt sé bókstaflegt og margræðni sé ekki til? „Jú ég var eiginlega að reyna að segja það á eins mjúkan hátt og ég get. Í grunninn hlýtur það að vera í þágu umburðarlyndis að skopið fái að dansa á línunni og því fylgir að það má ekki vera of hættulegt að fara yfir mörkin.“ Sennilega rétt að taka um léttara hjal og blaðamaður grípur til þess að spyrja Halldór hefðbundinnar spurningar sem alltaf á vel við í viðtölum sem þessum: Eru einhverjir skopteiknarar sem eru í sérstöku dálæti hjá þér? „Kannski frekar teiknarar af ýmsu tagi. Ég veit varla hvar ég að á byrja. Mér finnst til dæmis Ramirez frábær teiknari en frekar leiðinlegur. Sama með Martin Rowson og Steve Bell, sem eru allt annars staðar í pólitíkinni. Breska gróteskan finnst mér flott á stundum en líka dannaðar New Yorker-myndir. Þetta fer svolítið eftir því hvernig skapi ég er.“ Saknar rifrildis um hámenningu/lágmenningu Skopteikningar eru eitt og svo eru myndasögur annað. Þær eiga sér merka sögu, eru auðvitað bókmenntagrein út af fyrir sig en hún hefur átt misjöfnu gengi að fagna? „Myndasagan hefur nú yfirleitt verið frekar lágt metin á menningarskalanum sem mér finnst heillandi. Ég hef alltaf haft mikinn á áhuga á stríðinu milli hálistar og láglistar. Menn láta reyndar í dag eins og það sé ekki lengur til. Ég kenni uppgerðarumburðalyndi samtímans um. Mér fannst eiginlega meira gaman þegar menn nenntu að rífast um þetta.“ Já, það má með sanni segja. „Myndasagan hefur hins vegar borið uppi klassíska hámenningu á stundum. Leyfi ég mér að segja. Sérstaklega um miðja síðustu öld þegar teiknarar myndasagna „masteruðu“ fagurfræði og klassíska hæfni á tímum módernismans. Halldór teiknar heima og hér má sjá hvar hans teikningar síðastliðinna ára hafa orðið til.vísir/vilhelm Annað mjög áhugavert tímabil er svo áttundi áratugurinn. Þegar myndasagan varð „atörnanív“ og fékk listrænt vægi í samtímanum með frjálslyndi hippana og krafti pönksins. Í þá daga skipti máli að vera ögrandi í myndasögum og þetta er sá tími sem mótar mig sem teiknara. Teiknarar eins og Robert Crumb, Charles Burns og Daniel Clowes.“ Íslenska myndasagan hefur kannski aldrei náð sér almennilega á strik? Hver er annars staða hennar á þessum síðustu og verstu? „Það eru reyndar margir flinkir teiknarar í dag en kannski ekki augljóst hvort til sé nokkuð sem heitir íslensk myndasaga? Flestir teiknarar eru einhverstaðar á alþjóðlegum grensum og ekki mikið sem greinir þá frá umheiminum. Það hefur kannski vantað að einhver stígi almennilega upp og nái sama standard og þeir sem standa hæst í öðrum listgreinum. En Rán Flygering, Hugleikur, Lóa Hjálmtýs, Elís Rúni og Pétur Atli Antonson, svo einhver séu nefnd, hafa verið að gera flotta hluti. Svo má ekki gleyma Jean Posocco sem hefur verið óþrjótandi í útgáfu myndasagna á litlum markaði.“ Gott að myndasagan sé þetta vanmetin og misskilin En myndasagan er og hefur verið á jaðrinum, ef svo má segja? Þegar menn tala um myndasögu þá hugsa þeir Tinni og kannski Ástríkur? „Já við eigum enga svoleiðis. Enda gullaldarmyndasögur sem fátt jafnast á við. En mér er satt að segja slétt sama. Mér finnst bara gaman að hafa myndasöguna á jaðrinum. Ég fæ eitthvað út úr því hvað hún er vanmetin og misskilin.“ Ef við víkjum aftur að þinni fínu nýju bók … mér finnst að þar megi greina ákveðnar efasemdir, kannski ekki um gildi menntunar heldur um til hvers hún hvers hún leiðir ef litið er til lífsbaráttunnar? Finnst þér menntun eiga undir högg að sækja? „Bæði og. Það er ljóst að skólar og menntun eru stærri þáttur okkar samfélagi en flestir gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Og ég held að það megi lesa út úr bókinni að ég líti á skóla sem mikilvægan samverustað í ótrúlega flóknum samtíma þar sem allir eru að leita að tilgangi. Úr Hvað nú? Sjálfsmynd teiknarans þar sem hann veltir fyrir sér stóru spurningunum.Halldór Að það sé þarna staður sem er að leita að einhverjum samnefnara í okkur. Hughreysta, styrkja og leggja til þekkingu. Þetta hlýtur að vera gott. En á sama tíma þá má spyrja spurninga og ég leyfi mér það. Það má spyrja sig hvort við séum að lifa of hægt í dag og hvort skólarnir séu draga æskuna endalaust á langinn á kostnað lífsreynslunnar sem John Dewey lét svo mikið með.“ Nám seint á lífsleiðinni Bókin heitir „Hvað nú?“ Það eru ekki góðar tvíbökur að spyrja höfund hvað verk hans þýðir en þú býður uppá það: Komstu að einhverri niðurstöðu við vinnslu bókarinnar? „Spurning kom upp í náminu. Ég spurði mig auðvitað eins og aðrir námsmenn hvort námið leiddi til einhvers? Öll bókin er kannski leit að þessu svari en ef til vill er bókin sjálf staðfesting á því hvað gott nám getur verið. Hún hefði aldrei orðið til utan námsins og ber vonandi með sér réttlætingu á sjálfri sér og náminu sem varð til þess að hún varð til. Alla vega hvað mig varðar. Það má líka spyrja sig hvort nám eigi ekki einmitt heima svona seint á lífsleiðinni? Þegar maður hefur í farteskinu ýmis tæki og tól til að gera sem mest úr því. Allavega fannst mér gott að láta ýta við mér þegar ég kominn svona langt með minn feril.“ Og hvað fékkstu svo fyrir lokaverkefnið? „Það er nú svo að Listaháskólinn gefur ekki einkunnir,“ segir Halldór. Og bætir við hikandi og fremur hlédrægur. „En umsagnirnar voru mjög jákvæðar.“ Sem er ekki orðum aukið. Reyndar er það svo að prófdómari og leiðbeinandi halda ekki vatni. Útgefandi Halldórs er ekki eins hógvær og höfundurinn því þessar umsagnir má finna á vef útgáfunnar. Og þær fá að fljóta hér með, að endingu. Vísir gerir þau orð að sínum í umsögn um bókina. Verkefnið í heild sinni er bæði framúrskarandi áhugavert og gagnrýnið. Höfundur notar kímni og afar greinandi huga í að skoða eigin skólagöngu og kennslu með tilliti til þess sem hann hefur kynnst í gegnum nám sitt við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hann nýtir heimildir og skrif annarra fræðimanna af natni og innsæi og nær að draga fram eigin skilning á fræðunum til að upplýsa eigin ályktanir af reynslu sinni. Sérstaklega er áhugavert að höfundur leitar til samferðafélaga sinna í grunnskóla til að reyna að staðfesta eigin minningar. Þar kemur í ljós veikleiki mannlegs minnis. Manneskjan ver sig með gloppóttu valkvæðu minni og leyfir oftast bara eigin útgáfu að fljóta á yfirborðinu. Þrátt fyrir þetta er myndasagan sem fylgir greinargerðinni mjög heildstæð og gagnrýnin á bæði eigin þátttöku höfundar í grunnskólanámi og líka hvaða áhrif samferðafólk og umhverfi hafði á hann. Svo koma gagnrýnar sviðsmyndir þar sem höfundur skoðar eigin kennslu út frá kenningum annarra fræðimanna og niðurstaðan er verulega hressandi sjálfsrýni. Halldóri tekst með þessu verkefni að færa kennslufræðilegar starfendarannsóknir á annað stig og mun verkefnið vera hvatning fyrir menntavísindin í heild sinni til naflaskoðunar og minnir vel á að í gegnum kímni getum við nálgast auma kvikuna sem býr milli raunverulegrar upplifunar og fræðilegra skilgreininga á athöfnum mannskepnunnar. Verk Halldórs er framúrskarandi vel unnið í alla staði og honum hefur tekist með einstökum hætti að skoða hefðbundnar kenningar í menntavísindum frá nýjum og ferskum sjónarhóli auk þess að afhjúpa fræðilegar klisjur og fastmótuð viðhorf til skólastarfs og menntunar. Formgerð verksins þar sem áherslan er lögð hina myndrænu framsetningu og beittan húmor er sérstaklega til þess fallin að hvetja til opinnar samfélagsumræðu um menntun þar sem lesendum gefst kostur á að segja eigin skólagöngu og barna sinna í samhengi. Þannig má segja að með verkinu geti Halldór náð til mun stærri lesendahóps heldur en hefðbundin fræðileg umræða um menntun getur gert. Halldór sýnir með verkinu framúrskarandi hæfni sem fræðimaður og hugsuður á sviði menntavísinda. Í því ljósi vil ég hvetja Halldór til að finna leiðir til að gefa verkið út og ná þannig til stærri lesendahóps. Ég vil ennfremur hvetja Halldór til að halda áfram á sömu braut og teikna fleiri myndasögur þar sem unnt væri að skoða flókin álitamál í menntaumræðu samtímans.
Verkefnið í heild sinni er bæði framúrskarandi áhugavert og gagnrýnið. Höfundur notar kímni og afar greinandi huga í að skoða eigin skólagöngu og kennslu með tilliti til þess sem hann hefur kynnst í gegnum nám sitt við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Hann nýtir heimildir og skrif annarra fræðimanna af natni og innsæi og nær að draga fram eigin skilning á fræðunum til að upplýsa eigin ályktanir af reynslu sinni. Sérstaklega er áhugavert að höfundur leitar til samferðafélaga sinna í grunnskóla til að reyna að staðfesta eigin minningar. Þar kemur í ljós veikleiki mannlegs minnis. Manneskjan ver sig með gloppóttu valkvæðu minni og leyfir oftast bara eigin útgáfu að fljóta á yfirborðinu. Þrátt fyrir þetta er myndasagan sem fylgir greinargerðinni mjög heildstæð og gagnrýnin á bæði eigin þátttöku höfundar í grunnskólanámi og líka hvaða áhrif samferðafólk og umhverfi hafði á hann. Svo koma gagnrýnar sviðsmyndir þar sem höfundur skoðar eigin kennslu út frá kenningum annarra fræðimanna og niðurstaðan er verulega hressandi sjálfsrýni. Halldóri tekst með þessu verkefni að færa kennslufræðilegar starfendarannsóknir á annað stig og mun verkefnið vera hvatning fyrir menntavísindin í heild sinni til naflaskoðunar og minnir vel á að í gegnum kímni getum við nálgast auma kvikuna sem býr milli raunverulegrar upplifunar og fræðilegra skilgreininga á athöfnum mannskepnunnar.
Verk Halldórs er framúrskarandi vel unnið í alla staði og honum hefur tekist með einstökum hætti að skoða hefðbundnar kenningar í menntavísindum frá nýjum og ferskum sjónarhóli auk þess að afhjúpa fræðilegar klisjur og fastmótuð viðhorf til skólastarfs og menntunar. Formgerð verksins þar sem áherslan er lögð hina myndrænu framsetningu og beittan húmor er sérstaklega til þess fallin að hvetja til opinnar samfélagsumræðu um menntun þar sem lesendum gefst kostur á að segja eigin skólagöngu og barna sinna í samhengi. Þannig má segja að með verkinu geti Halldór náð til mun stærri lesendahóps heldur en hefðbundin fræðileg umræða um menntun getur gert. Halldór sýnir með verkinu framúrskarandi hæfni sem fræðimaður og hugsuður á sviði menntavísinda. Í því ljósi vil ég hvetja Halldór til að finna leiðir til að gefa verkið út og ná þannig til stærri lesendahóps. Ég vil ennfremur hvetja Halldór til að halda áfram á sömu braut og teikna fleiri myndasögur þar sem unnt væri að skoða flókin álitamál í menntaumræðu samtímans.
Höfundatal Bókmenntir Myndlist Bókaútgáfa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira