Fatlað fólk mun líklegra til að vera á leigumarkaði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 18:23 Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði Vísir/Vilhelm Fatlað fólk er mun líklegra til að vera á leigumarkaði og borga stærri hluta tekna sinna í húsnæðiskostnað en aðrir á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að 58% öryrkja búa í eigin húsnæði samanborið við 74% allra fullorðinna. 29 prósent öryrkja eru á leigumarkaði en 13 prósent allra fullorðinna hér á landi. Þeir örorkulífeyristakar sem eru á leigumarkaði sögðu almennt erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði og greiða stóran hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri húsnæðisins. Alls sögðust 12% greiða meira en 75% útborgaðra launa en 25% greiða á milli 51% og 75%. Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði. Yngstu svarendurnir voru líklegri en hinir eldri til að hafa leitað að húsnæði til leigu. Sömuleiðis voru hlutfallslega fleiri einhleypra en þeirra sem voru í sambúð eða hjónabandi sem höfðu leitað að leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði. Öryrkjar tvöfalt líklegri til að hafa miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði Helmingur þeirra sem höfðu leitað að húsnæði til leigu sagði að mjög erfitt hefði verið að fá leigt húsnæði á almennum leigumarkaði og 17% sögðu það hafa verið frekar erfitt. Alls höfðu 15% svarenda einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga. Af þeim sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga hafði 41% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst og af þeim 23 einstaklingum sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í húsnæði hjá Brynju hússjóði höfðu sex einstaklingar verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að öryrkjar á leigumarkaði eru tvöfalt líklegri en fullorðið fólk alls til að hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af kostnaðinum við rekstur húsnæðis, eða 38% samanborið við 19%. Könnunin leiðir í ljós að staða fólks sem býr í leiguhúsnæði er almennt verri. Það greiðir hærra hlutfall tekna í rekstur, hefur meiri áhyggjur af kostnaðinum og er líklegara til þess að lenda í vanskilum. Húsnæðismál Leigumarkaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30 Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að 58% öryrkja búa í eigin húsnæði samanborið við 74% allra fullorðinna. 29 prósent öryrkja eru á leigumarkaði en 13 prósent allra fullorðinna hér á landi. Þeir örorkulífeyristakar sem eru á leigumarkaði sögðu almennt erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði og greiða stóran hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri húsnæðisins. Alls sögðust 12% greiða meira en 75% útborgaðra launa en 25% greiða á milli 51% og 75%. Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði. Yngstu svarendurnir voru líklegri en hinir eldri til að hafa leitað að húsnæði til leigu. Sömuleiðis voru hlutfallslega fleiri einhleypra en þeirra sem voru í sambúð eða hjónabandi sem höfðu leitað að leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði. Öryrkjar tvöfalt líklegri til að hafa miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði Helmingur þeirra sem höfðu leitað að húsnæði til leigu sagði að mjög erfitt hefði verið að fá leigt húsnæði á almennum leigumarkaði og 17% sögðu það hafa verið frekar erfitt. Alls höfðu 15% svarenda einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga. Af þeim sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga hafði 41% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst og af þeim 23 einstaklingum sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í húsnæði hjá Brynju hússjóði höfðu sex einstaklingar verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að öryrkjar á leigumarkaði eru tvöfalt líklegri en fullorðið fólk alls til að hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af kostnaðinum við rekstur húsnæðis, eða 38% samanborið við 19%. Könnunin leiðir í ljós að staða fólks sem býr í leiguhúsnæði er almennt verri. Það greiðir hærra hlutfall tekna í rekstur, hefur meiri áhyggjur af kostnaðinum og er líklegara til þess að lenda í vanskilum.
Húsnæðismál Leigumarkaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30 Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52
Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30
Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07