Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 10:48 Enskir stuðningsmenn verða að láta sér nægja að hella óáfengum bjór yfir sig. Getty/Marc Atkins Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu. HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu.
HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira