Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 10:48 Enskir stuðningsmenn verða að láta sér nægja að hella óáfengum bjór yfir sig. Getty/Marc Atkins Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu. HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu.
HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira