Viðskipti innlent

Dómurinn yfir Ei­ríki á Omega fyrir skatt­svik stað­festur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiríkur Sigurbjörnsson er stofnandi og sjónvarpsstjóri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega.
Eiríkur Sigurbjörnsson er stofnandi og sjónvarpsstjóri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega. Omega

Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað.

Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar.

Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB.

Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna.

Eiríkur áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag.


Tengdar fréttir

Omega braut fjöl­miðla­lög

Fjölmiðlanefnd hefur sektað fjölmiðilinn Kristniboðskirkjan Omega um 350 þúsund krónur. Frá seinni hluta júlí til byrjun ágúst á þessu ári miðlaði fjölmiðillinn erlendur efni án íslensks texta eða tals. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×