Ekki á dagskrá ríkisstjórnar að einkavæða Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2022 19:41 Tekjur Isavia árið 2018 sem að mestu komu frá Keflavíkurflugvelli voru um 41 milljarður króna. Hagnaður eftir skatta var rúmir fimm milljarðar. Vísir/Vilhelm Rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og tengdrar starfsemi verður ekki boðin út til einkaaðila í tíð núverandi ríkisstjórnar að sögn forsætisráðherra. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar lagt til að reksturinn verði boðinn út til einkaaðila. Eftir miklu er að slægjast í rekstri flugstöðvarinnar og tengdrar flugvallarstarfsemi með tugi milljarða í tekjur á hverju ári og milljarða í hagnað. Reksturinn er það öflugur að Isavia hefur getað staðið undir tugum milljaðra lána vegna stækkunar flugstöðvarinnar og endurbóta og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli án ríkisábyrgðar undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á Keflavíkurflugvelli enda búist við mikilli fjölgun farþega á næstu árum með tilheyrandi tekjum.Vísir/Vilhelm Undantekningin var á covid árunum þegar ríkið jók hlutafé sitt í Isavia til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram þegar tekjurnar hrundu tímabundið. Nýta þannig rólegheit á svæðinu og skapa atvinnu. Friðjón R. Friðjónsson, Björgvin Jóhannesson og Arnar Þór Jónsson varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnunum Hildi Sverrisdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur standa að tillögunni.Grafík/Sara Þrír varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins með Friðjón R. Friðjónsson sem fyrsta flutningsmann hafa ásamt tveimur þingmönnum flokksins lagt fram þingsályktunartillögu um einkavæðingu flugstöðvarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra verði falið gera nauðsynlegar ráðstafanir svo að bjóða megi út rekstur, viðhald og uppbyggingu Isavia á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsar vörur áflugvallarsvæðinu, starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og aðra starfsemi sem nauðsynleg væri innan haftasvæðis flugverndar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að bjóða út reksturinn á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Einar Er það á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Nei, það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ljóst að þingmenn ólíkra stjórnarflokka leggja fram ýmis mál um sín hugðarefni. En þetta er ekki á borði ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þar hafi málið ekki einu sinni verið rætt. „Fríhöfnin hefur verið rekin af Isavia. Mín persónulega skoðun er að það fari best á því að svo verði áfram," segir forsætisráðherra. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39 Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19 Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Eftir miklu er að slægjast í rekstri flugstöðvarinnar og tengdrar flugvallarstarfsemi með tugi milljarða í tekjur á hverju ári og milljarða í hagnað. Reksturinn er það öflugur að Isavia hefur getað staðið undir tugum milljaðra lána vegna stækkunar flugstöðvarinnar og endurbóta og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli án ríkisábyrgðar undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á Keflavíkurflugvelli enda búist við mikilli fjölgun farþega á næstu árum með tilheyrandi tekjum.Vísir/Vilhelm Undantekningin var á covid árunum þegar ríkið jók hlutafé sitt í Isavia til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram þegar tekjurnar hrundu tímabundið. Nýta þannig rólegheit á svæðinu og skapa atvinnu. Friðjón R. Friðjónsson, Björgvin Jóhannesson og Arnar Þór Jónsson varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnunum Hildi Sverrisdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur standa að tillögunni.Grafík/Sara Þrír varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins með Friðjón R. Friðjónsson sem fyrsta flutningsmann hafa ásamt tveimur þingmönnum flokksins lagt fram þingsályktunartillögu um einkavæðingu flugstöðvarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra verði falið gera nauðsynlegar ráðstafanir svo að bjóða megi út rekstur, viðhald og uppbyggingu Isavia á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsar vörur áflugvallarsvæðinu, starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og aðra starfsemi sem nauðsynleg væri innan haftasvæðis flugverndar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að bjóða út reksturinn á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Einar Er það á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Nei, það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ljóst að þingmenn ólíkra stjórnarflokka leggja fram ýmis mál um sín hugðarefni. En þetta er ekki á borði ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þar hafi málið ekki einu sinni verið rætt. „Fríhöfnin hefur verið rekin af Isavia. Mín persónulega skoðun er að það fari best á því að svo verði áfram," segir forsætisráðherra.
Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39 Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19 Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39
Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19
Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00
Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20