Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Gangur í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata. Vísir greindi frá því í gær að sextán ára drengur var hnepptur í gæsluvarðhald í seinasta mánuði í tengslum við rannsókn lögreglunnar á kókaínsmygli. Pilturinn var úrskurðaður í einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Óheimilt að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi Í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar kemur fram að fangar sem eru undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda. Óheimilt er að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna er lúta að honum sjálfum og í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Gert er ráð fyrir því að Barna- og fjölskyldustofa komi að því að finna lausn í málum sem þessum og meðferðarúrræði stofnunarinnar geti þá gagnast, t.d. meðferðarúrræði á Stuðlum. Frá 1. janúar 2017 hefur einn dómur borist Fangelsismálastofnun til fullnustu þar sem viðkomandi var sautján ára, en þeim einstaklingi var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Eva Sjöfn lagði jafnframt fram fyrirspurn varðandi sakarvottorð barna og spurði hversu mörg börn hafa verið sett á sakaskrá í kjölfar refsilagabrota undanfarin tíu ár. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem voru teknar saman af embætti ríkissaksóknara voru alls 1.023 börn aldrinum fimmtán til átján ára skráð með brot á sakaskrá ríkisins undanfarin tíu ár en listinn tekur yfir öll brot þessara einstaklinga sem færð voru á sakaskrá. Fangelsismál Barnavernd Alþingi Tengdar fréttir Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að sextán ára drengur var hnepptur í gæsluvarðhald í seinasta mánuði í tengslum við rannsókn lögreglunnar á kókaínsmygli. Pilturinn var úrskurðaður í einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Óheimilt að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi Í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar kemur fram að fangar sem eru undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda. Óheimilt er að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna er lúta að honum sjálfum og í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Gert er ráð fyrir því að Barna- og fjölskyldustofa komi að því að finna lausn í málum sem þessum og meðferðarúrræði stofnunarinnar geti þá gagnast, t.d. meðferðarúrræði á Stuðlum. Frá 1. janúar 2017 hefur einn dómur borist Fangelsismálastofnun til fullnustu þar sem viðkomandi var sautján ára, en þeim einstaklingi var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Eva Sjöfn lagði jafnframt fram fyrirspurn varðandi sakarvottorð barna og spurði hversu mörg börn hafa verið sett á sakaskrá í kjölfar refsilagabrota undanfarin tíu ár. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem voru teknar saman af embætti ríkissaksóknara voru alls 1.023 börn aldrinum fimmtán til átján ára skráð með brot á sakaskrá ríkisins undanfarin tíu ár en listinn tekur yfir öll brot þessara einstaklinga sem færð voru á sakaskrá.
Fangelsismál Barnavernd Alþingi Tengdar fréttir Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40