Elanga kemur Ronaldo til varnar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 11:00 Elanga tók upp hanskann fyrir Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svía. Vísir/Getty Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið í aðalhlutverki í fréttum í vikunni vegna fjölmargra athyglisverðra ummæla hans í viðtali hjá Piers Morgan. Meðal þess sem þar kom fram var gagnrýni Ronaldo á unga leikmenn sem hann sagði skorta hungur til að ná árangri. „Allt er auðveldara og þeim er sama um hluti. Ég er ekki bara að tala um í Manchester, heldur í öllum liðum og öllum deildum heims. Ungir leikmenn eru ekki eins og mín kynslóð.“ „Þeir munu ekki eiga langa knattspyrnuferla, það er ómögulegt. Hjá minni kynslóð sérðu leikmenn spila til 36, 37 eða 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Þú munt geta talið það á fingrum annarrar handar hversu margir leikmenn af núverandi kynslóð munu ná svo langt.“ Anthony Elanga, leikmaður United, var spurður út í viðtal Ronaldo og Morgan eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Hann tók að vissu leyti upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn. „Cristiano er að tala um unga leikmenn almennt séð. Við erum ný kynslóð. Ég er alltaf 100% einbeittur í því sem ég geri en ég skil það sem hann er að segja. Það er mikið um síma og mikil tækni. Það er auðvelt fyrir unga leikmenn að verða fyrir truflun og missa einbeitinguna.“ Elanga segir að álit sitt á Ronaldo hafi ekki breyst eftir viðtalið en fréttir hafa borist af því að leikmenn United vilji að félagið verði búið að losa sig við hann þegar leikmenn koma saman á ný eftir heimsmeistaramótið í Katar. „Þegar ég er með honum hefur hann ekki breyst. Hann er ennþá Cristiano Ronaldo fyrir mér, hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ bætti Elanga við en í grein Aftonbladet kemur fram að þeir hafi átt í góðu sambandi og að Ronaldo hafi aðstoðað unga Svíann á styrktaræfingum. „Stundum eru það bara ég og hann í líkamsræktinni.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira