Fótbolti

Ron­aldo mætti ó­vænt á blaða­manna­fund: Segist vera skot­heldur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo á blaðamannafundinunm.
Cristiano Ronaldo á blaðamannafundinunm. Getty/Christopher Lee

Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska landsliðsins í morgun. Það virðist hafa komið mörgum á óvart því tiltölulega fáir blaðamenn voru mættir til að spyrja hann spurninga.

Portúgalska knattspyrnusambandið lét ekki vita af því að Ronaldo myndi mæta. Telja má líklegt að ef fjölmiðlar hefðu vitað af því hefði örugglega verið troðfullt á fundinum.

Það hefur mikið gengið á í kringum í Ronaldo eftir að hann lét allt flakka og úthúðaði öllu hjá Manchester United í viðtali hjá Piers Morgan.

Jeremy Wilson hjá Telegraph var einn af þeim sem var mættur á fundinn. Ronaldo var spurður út í tímasetningu viðtalsins fræga. 

„Frá ykkar sjónarhorni þá þykir það kannski auðvelt að velja tímasetningu. Stundum skrifið þið sannleikann og stundum skrifið þig lygar. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Ég tala þegar ég vil. Allir vita hver ég er og hvað ég trúi á,“ sagði Cristiano Ronaldo.

Wilson sagði enn fremur að Ronaldo hafi sagt að hann væri skotheldur og hvatti fjölmiðla til að hætta að spyrja aðra leikmenn portúgalska landsliðsins um hann.

Hann var líka spurður út í atvikið fræga með Bruno Fernandes en svaraði að þeir hafi verið að fíflast:

„Flugvélin hans var sein og ég spurði hann hvort hann hefði komið með bát,“ sagði Ronaldo.


Tengdar fréttir

United íhugar að reka Ronaldo

Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan.

Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust

Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×