Kínverjar minnka losun en toppnum enn ekki náð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 12:13 Kolafarmurinn. Prammar drekkhlaðnir kolum á stóra skipaskurðinum við Yangzhou í Kína. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hefur dregist saman frá því í fyrra en ekki er útlit fyrir að hún hafi enn náð hámarki sínu. Niðurstaða nýrrar rannsóknar er að núverandi stefna kommúnistastjórnarinnar samræmist ekki að fullu loftslagsmarkmiðum hennar. Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.
Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira