Stundum einmanalegt að vera einhleyp en fínt að geta prumpað uppi í rúmi í friði Elísabet Hanna skrifar 21. nóvember 2022 15:00 Sigga Beinteins fer yfir kosti þess og galla að vera makalaus í Veislunni hjá Gústa B. Vísir/Vilhelm „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt,“ segir söngkonan Sigga Beinteins um lífið sem einhleyp kona. Sigga ræddi kosti og galla þess að vera makalaus í útvarpsþættinum Veislunni með Gústa B. Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni: FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Sigga segir stefnumótin sem hún hefur farið á í fortíðinni ekki hafa verið mörg, enda mikið verið í samböndum í gegnum lífið. „Núna er ég búin að vera í þrjú ár single, það er bara fínt,“ segir hún en bætir þó við: „Það er stundum líka svolítið leiðinlegt, stundum einmanalegt. Að hafa engan til að horfa með sér á sjónvarpið, gera eitthvað skemmtilegt eða fara til útlanda saman.“ Hér má heyra klippuna: Klippa: Sigga Beinteins fer yfir kosti og galla þess að vera makalaus Líka kostir við það að vera ein Hún segir þó marga kosti einnig fylgja því að vera á lausu: „Þú getur líka bara prumpað einn uppi í rúmi og það er enginn að skipta sér að því.“ Hún segir þó stundum upplifa augnablik þegar hún er að fletta á samfélagsmiðlum og sér pör í ferðum á Tenerife. „Ég fer ekki ein til Tene, ef ég fer ein þangað þá er ég bara í áreitinu.“ Sigga segir það líka geta verið erfitt að vera einhleyp þegar hún er í golfi og það vantar aðra manneskju til þess að geta verið fjögur saman í holli. „Nei, það er ekki hægt að hafa þig með, það þarf að vera tveir á móti.“ Vandræðalegast að missa röddina og kveikja næstum því í sér Aðspurð hvað sé það vandræðalegasta sem hún hefur lent í á sviði rifjar Sigga upp atvik sem átti sér stað í Póllandi á dögunum. Þar hafði eldsprengjum verið komið fyrir á sviðinu sem hún kom fram á ofan á bassaboxum. Hún segist hafa verið í svo miklu stuði að hún hafi sjálf verið komin á boxin og á því augnabliki sprungu sprengjurnar. Sem betur fer slapp hún ágætlega en hélt þó á tímabili að það hafi brunnið gat á bakið á jakkanun sínum. Einnig rifjar hún upp þegar hún varð raddlaus á sviði. „Það er mjög vandræðalegt að standa uppi á sviði og geta ekki gert neitt nema spila kannski á tamborínu,“ segir hún og hlær. Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni:
FM957 Ástin og lífið Tengdar fréttir Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00 „Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16 Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Jóhannes Haukur fékk senda klippu af sér á klámsíðu Leikarinn Jóhannes Haukur rifjar upp þegar klippa af honum í kynferðislegri athöfn, úr myndinni Svartur á leik, rataði inn á þýska klámsíðu. 14. október 2022 07:00
„Þetta er svo kolrangt í dag“ Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957. 7. október 2022 13:16
Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu. 23. ágúst 2022 09:30