Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2022 23:01 Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. „Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira