Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander er að gera það gott í NBA deildinni.
Shai Gilgeous-Alexander er að gera það gott í NBA deildinni. Justin Ford/Getty Images

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla.

Fyrsta spurning dagsins sneri að Shai Gilgeous-Alexander, leikmanni Oklahoma City Thunder. Er hann orðinn að ofurstjörnu?

„Já hann er orðinn stórstjarna. Við erum komnir í næst efstu hillu, ég er ekki að setja hann í efstu hillu,“ sagði Dalmay og var þá spurður hverjir væru með Gilgeous-Alexander í hillu tvö sem og hversu margir væru í efstu hillu.

Næsta spurning sneri að New York og Los Angeles: Liðin í New York eru betri en liðin í Los Angeles?

„Neeei, nei,“ sagði Hörður Unnsteinsson eftir smá umhugsun. Hörður setti svo upp þá hugmynd ef liðin myndu sameinast, það er Clippers og Lakers gegn Nets og Knicks.

Hinar tvær spurningarnar voru:

  • Domantas Sabonis skiptin voru verri en Nikola Vučević skiptin?
  • Þjálfarar í NBA skipta engu máli?
Klippa: Lög­mál leiksins: Ég er ekki að setja hann í efstu hillu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×