Spilaði nánast allan leikinn þrátt fyrir að hafa fengið harmafregn kvöldið áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 14:01 Neco Williams felldi tár eftir leikinn gegn Bandaríkjunum. Við hlið hans er Rob Page, landsliðsþjálfari Wales. getty/Alex Livesey Þrátt fyrir að hafa fengið fregnir af andláti afa síns nokkrum klukkutímum fyrir viðureignina gegn Bandaríkjamönnum spilaði Walesverjinn Neco Williams nær allan leikinn og stóð sig með prýði. Williams var í byrjunarliðinu í fyrsta leik Wales á heimsmeistaramóti í 64 ár og lék fyrstu 79 mínúturnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin í B-riðli á HM í Katar. Kvöldið fyrir leik gegn bandaríska liðinu barst Williams sú harmafregn að afi hans væri látinn. Hann tók hins vegar ekki annað í mál að spila leikinn mikilvæga. „Í gær fékk ég erfiðustu fréttir sem ég hef fengið þegar mamma mín sagði mér að afi hefði látist kvöldið áður. Að fara frá því að gráta allan daginn yfir í að byrja leik á HM á gríðarlega erfitt en ég komst í gegnum þetta með aðstoð samherja minna og fjölskyldu. Svo ég tileinka afa mínum leikinn og stigið,“ skrifaði Williams á Twitter eftir Bandaríkjaleikinn. Tilfinningarnar báru hinn 21 árs Williams ofurliði eftir leik og hann gekk grátandi um völlinn á meðan samherjar hans og þjálfarinn Rob Page reyndu að hughreysta hann. Williams fór svo niður á hnén og benti til himins til heiðurs afa síns. Williams lék sinn 24. landsleik í gær. Bandaríkin voru 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Timothys Weah en Gareth Bale jafnaði fyrir Wales með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Næsti leikur Walesverja á HM er gegn Írönum á föstudaginn. HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira
Williams var í byrjunarliðinu í fyrsta leik Wales á heimsmeistaramóti í 64 ár og lék fyrstu 79 mínúturnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin í B-riðli á HM í Katar. Kvöldið fyrir leik gegn bandaríska liðinu barst Williams sú harmafregn að afi hans væri látinn. Hann tók hins vegar ekki annað í mál að spila leikinn mikilvæga. „Í gær fékk ég erfiðustu fréttir sem ég hef fengið þegar mamma mín sagði mér að afi hefði látist kvöldið áður. Að fara frá því að gráta allan daginn yfir í að byrja leik á HM á gríðarlega erfitt en ég komst í gegnum þetta með aðstoð samherja minna og fjölskyldu. Svo ég tileinka afa mínum leikinn og stigið,“ skrifaði Williams á Twitter eftir Bandaríkjaleikinn. Tilfinningarnar báru hinn 21 árs Williams ofurliði eftir leik og hann gekk grátandi um völlinn á meðan samherjar hans og þjálfarinn Rob Page reyndu að hughreysta hann. Williams fór svo niður á hnén og benti til himins til heiðurs afa síns. Williams lék sinn 24. landsleik í gær. Bandaríkin voru 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Timothys Weah en Gareth Bale jafnaði fyrir Wales með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Næsti leikur Walesverja á HM er gegn Írönum á föstudaginn.
HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira