Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 11:59 Tveir synir Hebe de Bonafini hurfu í tíð herforingjastjórnarinnar og aldrei spurðist til þeirra aftur. Hún tók höndum saman við hóp mæðra í sömu stöðu og hóf vikuleg mótmæli sem vöktu heimsathygli. AP/Jorge Saenz Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur. Argentína Mannréttindi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur.
Argentína Mannréttindi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira