Ronaldo yfirgefur United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 17:43 Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Manchester United. James Gill - Danehouse/Getty Images Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira