Mannréttindi: Ábyrgð fyrirtækja/Eru mannréttindi brotin í þinni virðiskeðju? Björgheiður Margrét Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2022 19:30 Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld. Það er auðvelt að leiða hjá sér brot á mannréttindum sem gerast fjarri okkur en raunin er sú að neytendahegðun hefur bein áhrif á þessi brot. Lítið gagnsæi hefur gert það að verkum að fyrirtæki og neytendur hafa getað falið sig bak við það að vita ekki nákvæmlega hvað er að gerast og þannig getað vonað að allt sé í lagi bak við vörurnar sem verið er að bjóða uppá og kaupa. Með auknum kröfum um gagnsæi á öllum stigum framleiðslu má gera ráð fyrir að dagar þess að krossa fingur og vona það besta séu taldir. Með nýju regluverki frá Evrópusambandinu (ESB) verða fyrirtækjum settar fastari skorður varðandi sjálfbærni í starfsemi sinni, ekki einungis hvað varðar umhverfismál heldur einnig félagslega þætti líkt og mannréttindi. Áherslan á mannréttindi kemur fram í nokkrum af fjölmörgum lögum og frumvörpum frá ESB varðandi sjálfbærni. Sum hver hafa þegar tekið gildi og önnur eru væntanleg í náinni framtíð. Sem dæmi má nefna frumvarp til laga um upplýsingagjöf varðandi sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. Taxonomy) sem komið er til umfjöllunar á Alþingi Íslands, en þar kveður á um að fylgja þurfi lágmarksverndarráðstöfunum (e. minimum safeguards) til þess að atvinnustarfsemi geti talist sjálfbær. Einnig ber að nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) frá ESB sem mun taka gildi á næstu mánuðum og segir til um hverju fyrirtæki þurfa að segja frá í tengslum við mannréttindi. Þá liggja nú fyrir drög af nýjum lögum frá ESB um áreiðanleikakönnun á sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja (e. Corporate Sustainability Due Diligence and amending Directive (CSDDD)) sem meðal annars munu skylda stærri fyrirtæki til þess að vinna eftir ábyrgum viðskiptaháttum og skoða virðiskeðjuna sína frá A-Ö og þar með tryggja að mannréttindi séu hvergi brotin. Þetta þýðir þá að fyrirtækin þurfa að vita hvort mannréttindi séu brotin til að mynda við það að ná málmum úr jörðu, lita og sauma klæði eða við flutning á hráefnum milli heimsálfa, allt þar til varan sem verið er að kaupa til fyrirtækisins berst þeim. Fyrirtækin þurfa að gera slíka greiningu og birta þær upplýsingar á gagnsæjan hátt. Þannig munu neytendur geta fullvissað sig um að hugað sé að þessum atriðum út í gegn. Þetta er ný nálgun á mannréttindum fyrir þau fyrirtæki sem hingað til hafa eingöngu hugað að vellíðan og réttindum eigin starfsfólks. Þessi lög munu svo hafa keðjuverkandi áhrif í öllum viðskiptum sem fara í gegnum Evrópu. Mörg lönd eru nú þegar byrjuð að undirbúa sig undir að þetta regluverk taki gildi í Evrópusambandinu en þar má nefna til dæmis granna okkar í Noregi. Þar tóku í gildi lög síðastliðið sumar sem kallast The Transparency Act. Lögin skylda fyrirtæki til að framkvæma áreiðanleikakönnun á starfsemi sinni sem og virðiskeðju og nær þessi krafa einnig til allra viðskiptafélaga þess. Þau þurfa að auðkenna, taka á, koma í veg fyrir og takmarka brot á mannréttindum ásamt því að tryggja mannsæmandi vinnuskilyrði. Fyrirtæki þurfa að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og veita stuðning eða vinna í því að bæta úr hvers kyns brotum. Þau þurfa svo að greina frá þessum aðgerðum í skýrslu sem er aðgengileg almenningi og eykur gagnsæi. Lögin skylda einnig fyrirtæki til þess að bregðast við fyrirspurnum frá almenningi um hvernig þau taka á mögulegum áhrifum á mannréttindi og vinnuskilyrði. Gera má ráð fyrir að lög af þessu tagi verði innleidd á Íslandi fyrr en varir og því er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi hugi að því hvernig þau geta sýnt fram á áreiðanleika upplýsinga um mannréttindi í virðiskeðju sinni. Þrátt fyrir að flest íslensk fyrirtæki séu of lítil til þess að CSDDD lögin gildi beinlínis um þau, munu lögin líklegast vera aðlöguð að smæð landsins og því taka til fleiri fyrirtækja. Einnig ber að hafa í huga að fyrirtæki á Íslandi eru hluti af stærri virðiskeðjum og því er ekki hægt að sleppa með skrekkinn að fullu og skýla sér á bak við stærri þjóðir, því öll berum við jú ábyrgð. Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á allri virðiskeðjunni sinni. Regluverkið sem nálgast er flókið og er CSDDD einungis einn hluti af stærri heild. Til þess að fræðast meira um komandi reglur og mannréttindi í virðiskeðju fyrirtækja, hvet ég öll til að mæta á Sjálfbærnidag EY og SA sem haldinn verður 23. nóvember næstkomandi. Þar mun einn helsti sérfræðingur í mannréttindum frá EY í Noregi flytja erindi og stýra vinnustofu um efnið. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld. Það er auðvelt að leiða hjá sér brot á mannréttindum sem gerast fjarri okkur en raunin er sú að neytendahegðun hefur bein áhrif á þessi brot. Lítið gagnsæi hefur gert það að verkum að fyrirtæki og neytendur hafa getað falið sig bak við það að vita ekki nákvæmlega hvað er að gerast og þannig getað vonað að allt sé í lagi bak við vörurnar sem verið er að bjóða uppá og kaupa. Með auknum kröfum um gagnsæi á öllum stigum framleiðslu má gera ráð fyrir að dagar þess að krossa fingur og vona það besta séu taldir. Með nýju regluverki frá Evrópusambandinu (ESB) verða fyrirtækjum settar fastari skorður varðandi sjálfbærni í starfsemi sinni, ekki einungis hvað varðar umhverfismál heldur einnig félagslega þætti líkt og mannréttindi. Áherslan á mannréttindi kemur fram í nokkrum af fjölmörgum lögum og frumvörpum frá ESB varðandi sjálfbærni. Sum hver hafa þegar tekið gildi og önnur eru væntanleg í náinni framtíð. Sem dæmi má nefna frumvarp til laga um upplýsingagjöf varðandi sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. Taxonomy) sem komið er til umfjöllunar á Alþingi Íslands, en þar kveður á um að fylgja þurfi lágmarksverndarráðstöfunum (e. minimum safeguards) til þess að atvinnustarfsemi geti talist sjálfbær. Einnig ber að nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) frá ESB sem mun taka gildi á næstu mánuðum og segir til um hverju fyrirtæki þurfa að segja frá í tengslum við mannréttindi. Þá liggja nú fyrir drög af nýjum lögum frá ESB um áreiðanleikakönnun á sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja (e. Corporate Sustainability Due Diligence and amending Directive (CSDDD)) sem meðal annars munu skylda stærri fyrirtæki til þess að vinna eftir ábyrgum viðskiptaháttum og skoða virðiskeðjuna sína frá A-Ö og þar með tryggja að mannréttindi séu hvergi brotin. Þetta þýðir þá að fyrirtækin þurfa að vita hvort mannréttindi séu brotin til að mynda við það að ná málmum úr jörðu, lita og sauma klæði eða við flutning á hráefnum milli heimsálfa, allt þar til varan sem verið er að kaupa til fyrirtækisins berst þeim. Fyrirtækin þurfa að gera slíka greiningu og birta þær upplýsingar á gagnsæjan hátt. Þannig munu neytendur geta fullvissað sig um að hugað sé að þessum atriðum út í gegn. Þetta er ný nálgun á mannréttindum fyrir þau fyrirtæki sem hingað til hafa eingöngu hugað að vellíðan og réttindum eigin starfsfólks. Þessi lög munu svo hafa keðjuverkandi áhrif í öllum viðskiptum sem fara í gegnum Evrópu. Mörg lönd eru nú þegar byrjuð að undirbúa sig undir að þetta regluverk taki gildi í Evrópusambandinu en þar má nefna til dæmis granna okkar í Noregi. Þar tóku í gildi lög síðastliðið sumar sem kallast The Transparency Act. Lögin skylda fyrirtæki til að framkvæma áreiðanleikakönnun á starfsemi sinni sem og virðiskeðju og nær þessi krafa einnig til allra viðskiptafélaga þess. Þau þurfa að auðkenna, taka á, koma í veg fyrir og takmarka brot á mannréttindum ásamt því að tryggja mannsæmandi vinnuskilyrði. Fyrirtæki þurfa að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og veita stuðning eða vinna í því að bæta úr hvers kyns brotum. Þau þurfa svo að greina frá þessum aðgerðum í skýrslu sem er aðgengileg almenningi og eykur gagnsæi. Lögin skylda einnig fyrirtæki til þess að bregðast við fyrirspurnum frá almenningi um hvernig þau taka á mögulegum áhrifum á mannréttindi og vinnuskilyrði. Gera má ráð fyrir að lög af þessu tagi verði innleidd á Íslandi fyrr en varir og því er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi hugi að því hvernig þau geta sýnt fram á áreiðanleika upplýsinga um mannréttindi í virðiskeðju sinni. Þrátt fyrir að flest íslensk fyrirtæki séu of lítil til þess að CSDDD lögin gildi beinlínis um þau, munu lögin líklegast vera aðlöguð að smæð landsins og því taka til fleiri fyrirtækja. Einnig ber að hafa í huga að fyrirtæki á Íslandi eru hluti af stærri virðiskeðjum og því er ekki hægt að sleppa með skrekkinn að fullu og skýla sér á bak við stærri þjóðir, því öll berum við jú ábyrgð. Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á allri virðiskeðjunni sinni. Regluverkið sem nálgast er flókið og er CSDDD einungis einn hluti af stærri heild. Til þess að fræðast meira um komandi reglur og mannréttindi í virðiskeðju fyrirtækja, hvet ég öll til að mæta á Sjálfbærnidag EY og SA sem haldinn verður 23. nóvember næstkomandi. Þar mun einn helsti sérfræðingur í mannréttindum frá EY í Noregi flytja erindi og stýra vinnustofu um efnið. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun