Fótbolti

„Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristiano Ronaldo leitar að nýrri áskorun.
Cristiano Ronaldo leitar að nýrri áskorun. Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar.

Enska úrvalsdeildarfélagði Manchester United sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem kom fram að samningi Ronaldo við félagið hafi verið rift. Ákvörðunin hafi verið tekin í sameiningu við leikmanninn, en portúgalska stórstjarnan fór ófögrum orðum um félagið og ýmislegt innan þess í löngu og umdeildu viðtali við þáttastjórnandann Piers Morgan.

Í kjölfarið á þessari yfirlýsingu United hefur Ronaldo nú sent frá sér sína eigin yfirlýsingu þar sem hann segist enn elska félagið og stuðningsmenn þess. 

„Eftir samræður við Manchester United höfum við í sameiningu komist að því að binda enda á samninginn minn snemma,“ ritaði Ronaldo á samfélagsmiðlum sínum.

„Ég elska Manchester United og ég elska stuðningsmennina, það er eitthvað sem mun aldrei breytast.Hins vegar finnst mér eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun.“

„Ég óska félaginu velfarnaðar það sem eftir lifir tímabils og í framtíðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×