Margdæmdum skattsvikara gert að greiða 130 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 07:01 Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar er dæmdur fyrir skattalagabrot. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns. Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira